Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 233
1994
25. KIRKJUÞING
13. mál
Presti er rétt að geyma öll gögn um útlagðan kostnað sinn
samkvæmt þessu ákvæði og skrá helstu lagfæringar og úrbætur meðan hann
gegnir embætti.
Prestur ber að sjálfsögðu alla ábyrgð á -og allan kostnað- af
lagfæringum á og úrbótum svo og viðhaldi eigin eigna á prestssetri.
Nokkuð er um að þriðja manni séu veitt takmörkuð umráð hluta
prestsseturs, svo sem t. d. þegar manni eru veitt afnot hesthúsa, eða leigð
lóð undir sumarbústað, ásamt t. d. gömlu aflögðu íbúðarhúsi sem kann að
vera til staðar á prestssetri.
Skipta má slíkum samningum í tvo flokka:
Annars vegar getur verið um að ræða samninga þar sem veitt er
hlutdeild í rétti prests á prestssetri (prestur framleigir m.ö.o. hluta réttinda
sinna) gegn ákveðnu endurgjaldi í peningum eða öðru, sem rennur til prests
eða ffamkvæmda á prestssetri. Prestur sem hefur samið um slík umráð, eftir
atvikum með tilstyrk stjómar prestssetrasjóðs (ráðuneytis áður), losnar ekki
formlega undan skyldum sínum samkvæmt ákvæði þessu gagnvart þeim
hluta prestsseturs, þrátt fyrir það. Hins vegar gæti verið eðlilegt að
presturinn semdi um það við leigutaka að leigutaki sinnti smávægilegum
lagfæringum og úrbótum vegna venjulegrar notkunar og jafnvel viðhaldi
þess hluta prestssetursins sem leigutaki hefur umráð yfir samkvæmt
samningnum. Prestur þyrfti þannig ekki að sinna skyldum samkvæmt 1.
mgr., en hann bæri þó eftir sem áður ábyrgð á því að það væri gert. Ef
vanhöld yrðu á efhdum, yrði prestur eftir atvikum að aðvara viðkomandi, en
ef hann léti ekki skipast, að segja honum upp afnotunum.
Hins vegar getur verið um að ræða samninga þar sem þriðja manni
eru veitt umráð, án þess þó að prestur njóti beinlínis góðs af, en slíkir
samningar myndu oftast vera gerðir af hálfu stjómar prestssetrasjóðs og
réttindi þau sem um væri að tefla oftast undanskilin réttindum prests til
prestsseturs, eða um það sérstaklega samið milli prests og stjómar
prestssetrasjóðs. Ef um slíkan samning er að ræða getur verið eðlilegt og
sanngjamt að prestur sé laus undan skyldum sínum gagnvart þeim hluta
prestssetursins, enda njóti hann ekki réttinda samkvæmt þeim samningi eins
og fyrr segir.
Ef um eigin eignir þriðja manns á prestssetri er að ræða, t. d.
sumarhús, er umönnun þeirra prestinum í sjálfu sér óviðkomandi. Hins
vegar verður, vegna hagsmuna prestssetursins, að gera áskilnað um góða og
snyrtilega umgengni og að þess sé gætt að slíkar eignir fái viðunandi
viðhald, þannig að ásýnd prestsseturs biði ekki hnekki af. Prestur og/eða
228