Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 132
1994
25. KIRKJUÞING
3. mál
48. gr.
Nú er kirkjusókn skipt og tekin upp ný sókn eða sóknarmörk færð til og skal þá
miða fjárskipti sóknanna við hlutfallslegan fjölda þeirra sóknarmanna, sem breytingin tekur
til. Þegar kirkjusókn er skipt og ný stofnuð, á hin nýja sókn aðeins tilkall til
þeirra fjármuna, sem sóknarmenn hinnar nýju sóknar hafa sannanlega lagt til
eldri sóknarinnar, þó að frádreginni sanngjarnri þóknun fyrir þá þjónustu sem
sóknarmenn nýju sóknarinnar nutu meðan sóknin var óskipt. Ef aðilja greinir á um
fjárskiptin, geta viðkomandi sóknamefiidir krafist þess að kirkjumálaráðherra skipi tvo
menn í nefiid með prófasti er útkljái ágreiningsefnið til fullnaðar. Prófastur er formaður
nefiidarinnar. Sé prófastur sóknarprestur í kirkjusókn, sem skipta á, er honum rétt að víkja
sæti og skal biskup skipa annan í hans stað. Nefhdin veitir aðiljum færi á að skýra mál sitt og
kannar hún málsefni eftir föngum. Hún kveður að svo búnu á um fjárskiptin, þ.á m. um
greiðslukjör.
49. gr.
Nú er sókn aflögð með því að hún sameinast annarri sókn eða sóknum og skulu þá
eignir hennar renna til þeirrar sóknar eða þeirra sókna, sem sóknarmenn hinnar aflögðu
sóknar hverfa til, og skiptast á milli þeirra í réttu hlutfalli við fjölda sóknarmanna er hverri
sókn bætist.
Þegar sókn er aflögð vegna þess að hún eyðist af fólki, skal prófastur varðveita
eignir hennar en lausafé skal þá ávaxtað með bestu faanlegu kjörum. Nú er aflögð sókn
endurreist og veitt sóknarréttindi á ný með samþykld héraðsfundar og á sú sókn þá rétt til
ffamangreindra eigna.
Sé um bændakirkju að ræða, er leggja skal niður og söfnuður hennar sameinast
annarri sókn en bændur eða bóndi á bæði kirkjuhúsið og alla muni kirkjunnar, skal hann þá
hafa ráðstöfunarrétt á eign þeirri. Þó skal honum skylt að hafa samráð við prófasta um slík
mál og getur prófastur, ef ekki næst samkomulag milli hans og kirkjubónda, vísað
ágreiningsmálum til biskups.
Þegar sókn er aflögð samkvæmt ákvæðum 1. og 2. málsgr. getur biskup að
fengnum tillögum aðalsafnaðarfundar og héraðsfimdar þá mælt svo fyrir, að sóknarkirkjan
verði kapella/ greftrunaridrkja.
c. Skipan prestakalla og prófastsdæma
50. gr.
Þjóðkirkjan ræður skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. í
Skálholtstifti utan Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæma skulu þó fara um
ríkissjóð laun 56 prestsembætta hið fæsta, í Hólastifti laun 32 prestsembætta hið
fæsta og í Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæmum laun 44 prestsembætta hið
fæsta. Að auki skal ríkissjóður kosta að lágmarki sex embætti sérþjónustupresta.
Innifalin í framangreindum prestsembættum eru 16 prófastsembætti.
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsgreinar skulu þó aldrei færri en 200 íbúar og
aldrei fleiri en 4000 íbúar vera að baki hverju prestsembætti. Þetta á þó ekki við
um prestsembætti skv. 40., 41. og 42. grein.
127