Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 214
1994
25. KIRKJUÞING
12. mál
Það sjónarmið er ríkjandi að óeðlilegt sé að leggja verulega ijármuni í
prestssetur fyrr en ljóst má telja að það verði nýtt áfram til þeirra hluta. Sem dæmi má
nefna, að stjómin hefur velt því talsvert fyrir sér, að áður en ákveðið er að leggja stórfé
í endurbætur á húsi, sé rétt að skoða það hvort halda eigi því tiltekna húsi, eða hvort
athuga eigi með að kaupa annað hús, eða jafnvel að reisa nýtt. Verður því að meta
þetta áður en lengra er haldið.
5. Formaður stjómar hefur skoðað nokkur prestssetur á landinu í sumar. Skoðuð
voru flest prestssetrin á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og Norðurlandi að hluta til.
Einnig vom heimsótt nokkur prestssetur á Austurlandi. Ljóst er að
prestssetrunum mörgum hveijum er vemlega ábótavant og aðkoma mjög
misjöfh. Sum em allgóð, svo sem t. d. Borg á Mýrum, en önnur lakari, eins og
t. d. prestssetrið á Hvanneyri. Það sem e.t.v. stingur hvað mest í augu er
skortur á skipulagi og einhvers konar stefiiumörkun til frambúðar. Þama er
ekki hægt að sakast við neinn einstakling persónulega. Um er að ræða vanda
sem orðið hefúr til á síðust áratugum. Nefna má eitt atriði sérstaklega sem
valdið hefúr vandkvæðum, en það er það þegar verkefiiið virðist ekki hafa
verið hugsað til enda. Til dæmis má nefna þessi stóm prestsseturshús þar sem
íbúðarrýmið er e.t.v. um 300 fm. Viðhald og annar rekstur verður mjög
kostnaðarsamt. Afleiðingin hefúr stundum orðið sú að erfitt hefúr reynst að
manna prestakallið. Vissulega geta verið fyrir hendi aðstæður sem réttlæta hús
af þessari stærð, einkum ef það hefúr sögulegt gildi.
Um nokkur prestssetur verður það eitt sagt að íbúar þess em hreinlega með
hótanir um brottflutning, verði ekki bætt úr. Sums staðar er um heilsuspillandi
aðstæður að ræða, annars staðar telur fólk sig geta verið í lífshættu, eða hættu á
miklu heilsutjóni.
6. í lögum um prestssetur er sóknum veitt heimild til að ganga inn í umsýslu með
prestssetur. Það hafa þegar orðið viðbrögð við þessum nýmælum í löggjöfinni.
Stjóm prestssetrasjóðs stendur í samningaumleitunum við sóknamefnd
Lágafellssóknar í Mosfellsbæ, um nýbyggingu á prestssetrinu þar og skiptingu
kostnaðar í því sambandi. Þama þarf stjóm prestssetrasjóðs að marka stefnu og
þarf því að vanda vel til samningsgerðar af þessu tagi, en hún getur haft
vemlegt fordæmisgildi.
7. Stjóm prestssetrasjóðs þarf einnig að taka á málum í sambandi við úttektir á
prestssetursjörðum. Ljóst er að réttarstaðan er alls ekki að öllu leyti ljós,
einkum varðandi kaupskyldu landsdrottins. Stjómin hefúr ákveðið að kaupa
sérfræðilega álitsgerð um ákveðna þætti í sambandi við úttektir.
8. Stjóm prestssetrasjóðs hefúr haff samráð við ýmsa aðila innan kirkjunnar um
flest ffarnan sagt eins og áður hefúr komið fram.
9. Stjómin hefúr auk alls þess sem að ffarnan er getið haft nokkur stórverkefni
með höndum: :
209