Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 193
1994____________________________25. KIRKJUÞING_____________________________10. mál
í nýstofhaðri sókn má til bráðabirgða nota annað húsnæði í þessu skyni, er prófastur
samþykkir, svo og meðan viðgerð kirkju stendur yfir eða í öðrum sérstökum tilvikum.
Fleiri en ein sókn geta sameinast um sóknarkirkju, enda samþykki prófastur og biskup
það. Skal þá gerður um það samningur, er prófastur samþykkir.
Kirkjur og kapellur skulu greinilega auðkenndar þannig að auðsæ séu tákn kristinnar
kirkju.
3. gr.
Kirkjur þær, sem kirkjusóknir hafa reist og reisa eftirleiðis, eða söfnuðir hafa tekið
við til umsjónar og fjárhalds, sbr. lög nr. 22/1907 um það efiii, eru í umsjá og ábyrgð
sóknamefndar og sóknarprests undir tilsjón prófasts og biskups samkvæmt því, er lög
og venjur ganga til um.
4. gr.
Aðalsafhaðarfundur getur ákveðið, að kirkjusókn taki við lénskirkju, bændakirkju eða
kapellu til umsjónar, enda staðfesti héraðsfundur og biskup slíka ákvörðun. Skal þá
fara með mál, svo sem fyrir er mælt í lögum nr.25/1985, 4. gr.
Um fjárskipti samkvæmt 1. málsgr. fer svo sem um semst milli sóknamefhdar vegna
sóknarinnar og forráðamanns kirkju. Prófastur skal samþykkja samningsskilmála. Nú
takast ekki samningar um ljárskipti. Skal þá útkljá með fullnaðarmati prófasts og
tveggja dómkvaddra manna. Skulu þeir m.a. kveða á um greiðsluhætti.
5. gr.
Nú tekur kirkjusókn við kirkju eða kapellu skv. 4. gr., og gengst þá sóknin undir þær
skyldur, sem hvíla á forráðamanni, að því er varðar viðhald, hirðingu og
endurbyggingu, og er enda skylt að hlíta kvöðum , er á kirkju eða kapellu kunna að
hvíla. Sóknamefiid tekur vegna sóknarinnar við sjóðum, réttindum og fjárskyldum.
6. gr.
Rekstrar og viðhaldskostnaður sóknarkirkna og safiiaðarheimila skal goldinn af
sóknartekjum. Sóknamefnd sér um að halda þeim vel við, prýða kirkju og umhverfi
eftir megni og gæta vel umhirðu í hvívetna. Verði misbrestur á því, geta prófastur eða
biskup lagt fyrir sóknamefnd að bæta úr innan tiltekins tíma. Sinni sóknamefnd því
eigi, skal málið lagt fyrir biskup og lætur hann þá framkvæma úrbætur á kostnað
sóknarinnar. Sama gildir að sínu leyti um forráðamenn bændakirkju og kapellur, sem
kirkjusókn ber ábyrgð á.
188