Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 176
1994
25. KIRKJUÞING
8, mál
Hlutverk lærisveina hans er að boða fagnaðarerindið m.a. með því að vinna að
sáttargjörð manna í milli, vekja vonir þar sem vonleysi ríkir, styðja hinn særða, græða
sár, blása nýju lífi þar sem kulnað hefur, vinna að endumýjun og vexti guðsríkis í anda
kærleika og réttlætis. Kirkjan byggir allt líf sitt á sáttmála Guðs og manns í Kristi Jesú
og vinnur að sátt og samlyndi. Öll mannleg tilvera skal vera með í þeirri sáttargjörð,
enginn og ekkert er þar undanskilið.
Sáttmáli er hefur að innihaldi skuldbindandi kcerleika er miðar að rétti og réttlœti er
grunnur að farsœlu fjölskyldulífi kristinna manna.
En hvemig tekst þá fjölskyldunni að sinna þessu kærleikshlutverki sínu? Ljóst er af
stóraukinni tíðni hjónaskilnaða, vaxandi neyslu vímuefiia, heimilisofbeldi, vegalausum
bömum, sjálfsvígum ungmenna að margt hefúr farið úrskeiðis. Eitthvað hefúr brostið í
hinum skuldbindandi kærleika. Það er ekki endilega víst að erfiðleikar ijölskyldnanna
séu þeir að ekki er staðið við samkomulagið, heldur hitt að menn gera ekki bindandi
sáttmála sín í milli. Þannig má líta á óvígðu samböndin. Hvemig birtist hin gagnkvæma
skuldbinding? Em sambúðarform með takmarkaðri gagnkvæmri ábyrgð ekki
vísbending um að fólk skirrist við að taka á sig þær skyldur sem hjúskaparsáttmálanum
fýlgja? Eins mætti spyija hvort fjölgun hjónaskilnaða stafi ekki mikið til af því að
stofhað er til samkomulags á ótraustum forsendum ffemur en að fólk hafi ekki staðið
við einhveija skilmála?
Sumum finnst skilmálamir allt of yfirgripsmiklir og ógerlegt að uppfylla þá alla. Sumir
standa sig ekki sem skyldi af ýmsum þjóðfélagslegum orsökum. Öðmm finnst þeir illa í
stakk búnir að veita hlýju, takast á við verkefhi heimilislífsins, gegna hlutverki maka,
foreldris, bams, systkinis. Sumir finna til óánægju með sjálfa sig eða finnst þeir hafa við
svo mikið að glíma hið innra með sér að þeir megni ekki að taka á sig ábyrgð á öðmm
með þeim hætti sem fjölskyldulíf krefst.
Lífið breytist og samningar em ekki eilífir. Samskipti manna í milli og samspil manns
og umhverfis taka breytingum og em hvert öðm háð. Við þurfúm að læra að friðmælast
við náttúmna og eins okkar á milli. Samningar em háðir tíma og aðstæðum hveiju sinni
hjá fjölskyldum og hjónum. Endurmat fer þó einkum fram á mikilvægum tímamótum á
lífsleiðinni og þegar vemlegar breytingar eiga sér stað í fjölskyldulífinu sem kalla á
breytta skilmála. Sem dæmi má nefiia að aðstæður em aðrar sem hjónaefni búa við í
tilhugalífinu, bamlaus hjón, þegar bam fæðist, eða þegar bömin em farin að heiman.
Þess vegna skiptir máli að vekja athygli á hvað það er sem hjónin vænta hvort af öðm
miðað við þær aðstæður sem þau búa við hveiju sinni.
171