Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 173
1994
25. KIRKJUÞING
8. mál
fjölskyldumynstur, tekið á sig æ fjölbreyttari mynd, með mörgum mismunandi
sambúðarformum.
Til samans hafa þessar umbreytingar á hlutverkaskipan og fjölskyldugerðum valdið
miklu umróti og skapað óvissu um stöðu fjölskyldunnar og hlutverk í síbreytilegu
samfélagi.
Stöðugleiki og festa í fjölskyldulífi hefur á hinn bóginn margoft sannað gildi sitt sem
mikilvæg vöm gegn margvíslegum félagslegum meinsemdum og persónulegum
erfiðleikum fólks .
Við þær aðstæður sem hér hefur verið drepið á verður æ ljósara að eitt er það hlutverk
fjölskyldunnar sem upp úr stendur að mikilvægi, mcmnvemdarhlutverk hennar. Þvi er
ætlað að standa vörð um manngildið, sem sett er öðmm gildum ofar í samfélagi sem
setur sér kærleika, réttlæti og alhliða velferð þegnanna að siðferðismarkmiði.
Manngildishugsjónin leggur þær skyldur á herðar þeim sem játast undir merki hennar
að starfa markvisst og skipulega í þágu bamavemdar og mannvemdar á breiðum
gmndvelli. Það er innan þessa samhengis sem hugtakið Jjölskylduvemd öðlast inntak,
umfang og ákaflega mikilvæga merkingu og gildi.
Náin skyldleikatengsl ríkja milli fjölskyldugilda og siðferðisgilda þeirra sem búa að baki
hugsjón velferðarsamfélagsins. Stefnumótun í velferðarmálum fjölskyldunnar hlýtur að
bera þessum tengslum vitni og mun njóta góðs af því að vakin sé athygli á þeim.
Velferð er í eðli sínu hugsjón, siðferðilega göfúgt markmið. Gmndvallarstoðir hennar
em mannúð, virðing fyrir manninum sem persónu, sjálffæði, frelsi og ábyrgð, réttlæti,
réttindi og skyldur, velvild og umhyggja. Velferðarhugtakið má skoða sem safhheiti
fyrir margþætt siðferðileg verðmæti, gæði, sem gefa mannlífinu gildi. það höfðar til
mannskilnings sem dregur dám af manngildishugsjón kristinnar trúar, og skírskotar til
skilyrða sem fúllnægja þarf til að mannleg velferð fái risið undir nafni.
Velferð fjölskyldunnar sem og ffamgangur velferðarhugsjónarinnar í heild er í ríkum
mæli undir því komið að um margt sameiginlegur siðferðisgmndvöllur hvors tveggja sé
viðurkenndur og í heiðri hafður. Til þess að svo megi verða þarf margt að koma til,
raunar uppbygging á fjölmörgum sviðum þjóðfélagsins til að efla samstöðu um
siðferðisgildi sem til heilla horfa. Nærtækast er í flestu tilliti að hefja
uppbyggingarstarfið með því styrkja stöðu fjölskyldunnar sem gmnneiningar
samfélagsins. Innan vébanda hennar em fyrstu drög lögð að siðgæðisþroska
manneskjunnar. Farsælt fjölskyldulíf á hvað mest undir því komið að það sé mótað af
ríkri siðferðilegri ábyrgð, gagnkvæmri virðingu, ást og umhyggju.
168