Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 125
1994
25. KIRKJUÞING
3, mál
b. Kosning vígslubiskupa
15. gr.
Um kosningu og kjörgengi vígslubiskupa gilda sömu reglur og um biskupskjör eftir
því sem við getur átt, sbr. 7. og 8. gr. Kirkjuþing setur nánari reglur um kosningu
vígslubiskups í hvoru vígslubiskupsumdæmi fyrir sig.
c. Vígslubiskupsumdæmi o.fl.
16. gr.
Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Múla-, Austíjarða-, Skaftafells-,
Rangárvalla-, Ámess-, Kjalamess-, Reylgavíkur-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness og Dala-,
Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæmi.
Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns-, Skagaíjarðar-, Eyjaijarðar-
og Þingeyjarprófastsdæmi.
d. Samráðsfundur
17. gr.
Biskup íslands kallar ví^slubiskupana tíl samráðsfundar svo oft sem þurfa
þykir. Samráðsfundur biskups Islands og vígslubiskupa skal m.a. búa þau mál, er
varða kenninguna, helgisiði og helgihald, í hendur prestastefnu og gera tillögur um
skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma til kirkjuþings, sbr. 51. grein. Nánari
ákvæði um starfssvið vígslubiskupa skal setja í starfsreglur, sbr. 63. grein.
4. Kirkjuþing
a. Almennt
18. gr.
Kirkjuþing hefúr æðsta vald í málefiium þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka.
Málefiii, er varða kenningu kirkjunnar og agavald, heyra þó undir biskup Islands,
sbr. 10., 11., 17. og25. gr.
Samþykktir um guðsþjónustuhald, helgisiði, skím, fermingu og altarissakramenti
verða að sæta umijöllun prestastefiiu áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi.
b. Skipan kirkjuþings
19. gr.
Á kirkjuþingi eiga sæti 25 kjörnir fulltrúar. Eru tólf þeirra leikmenn úr hópi
sóknarnefndarfólks og 11 þeirra prestar úr hópi sóknarpresta. Þá kjósa kennarar
guðfræðideildar Háskóla íslands, er hafa guðfræðimenntun, einn kennara úr
sínum hópi og prestar í annarri prestsþjónustu en sóknarprestsþjónustu kjósa
einn úr sínum hópi.
Auk þess sitja á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétt vígslubiskupar báðir og
einn fulltrúi kirkjumálaráðherra. Kirkjuráðsmenn sitja og á kirkjuþingi. Hafa
120