Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 82
upp í 5 sem sækja um sömu stöðuna, enda vitum við að organistar eru til, sem hafa
fengið góða menntun, en vilja einfaldlega ekki starfa úti á landi og það er reynsla
mín að söfnuðir hafa mestan áhuga á að fá sína landsmenn í þetta starf því oft
hamlar tungumálakunnátta þegar fengnir eru til þessara starfa organistar erlendis
frá.
Það má segja að við séum nokkurn veginn í sömu sporum og söfnuðir voru
fyrir kannske 30-40 árum, þegar alls ekki var hægt að fá presta í sumar stöður úti á
landi. Nú hefur þetta breyst hvað prestana varðar, en á ennþá talsvert í land hjá
okkur. Skóli okkar er að sjálfsögðu talsvert yngri en Guðfræðideild Háskólans, og
þar á undan var Prestaskólinn. Ekki má heldur gleyma því hve organistastarfið var
víða lágt launað og á sumum stöðum alls engin laun og er enn metið sem hálft starf
víðast hvar en það hefur þó tekið breytingum nú hin síðari ár og nú er
organistastarfið á þó nokkrum stöðum jafnvel utan Reykjavíkur metið sem fullt starf.
Svo má ekki gleyma því að undirbúningsnám getur hafist og hefst oft í hinum
almennu tónlistarskólum og síðan er um framhaldsnám að ræða í Tónskóla
þjóðkirkjunnar þar sem kennd eru um 16 fög. Nám þar fyrir hvern nemenda er þá
að sjálfsögðu eitthvað dýrara en í tónlistarskólum landsins þar sem þeir eru til
jafnaðar með 3-4 fög á hvern nemenda, en í Tónskóla Þjóðkirkjunnar eru 16 fög á
hvern nemanda eins og áður sagði.
Námskostnaður hjá okkur á hvern nemenda að meðaltali er um kr. 200.000.-
yfir árið. Til samanburðar kostar nám í venjulegum tónlistarskóla (Tónlistarskóla
Garðabæjar) kr. 130.000.- á hvern nemanda, nám í Háskóla íslands kr. 308.000.- á
hvern nemanda en í Leiklistarskóla íslands þar sem eru 24 nemendur, er
heildarkostnaður 31.000.000.-þrjátíu og ein milljón - á ári.
Samtals kostnaður við embætti Söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkjunnar
er samkvæmt fjárveitingu 15.700.000,- fimmtán milljónir og sjöhundruð þúsund - á
þessu ári.
Útgáfa Sálmasöngsbókar þjóðkirkjunnar
Útgáfa Sálmasöngsbókar þjóðkirkjunnar er eitthvert viðamesta útgáfuverk
sem ráðist hefur verið í af hálfu embættis Söngmálastjóra.
Eins og við vitum, þá hafa sálmabækur okkar verið gefnar út, annars vegar
með textum sálmanna, en svo eru lögin við sálmana í annarri bók. Þetta hefur verið
mikið óhagræði fyrir bæði kórfólk og organista. Þar sem t.d. er sungið í röddum og
það er víða gert, hefur kórfólk þurft að vera með tvær bækur í höndum, annars
vegar textabókina til þess að lesa textann, og í hinni hendinni nótnabókina, til að
hafa stuðning af nótunum. Nokkrir organistar hafa leyst þetta þannig, að þeir hafa
skrifað inn texta af algengustu sálmunum, þannig að hvort tveggja sé á sama blaði,
og hefur þetta orðið til mikilla bóta, en því fylgir oft sá ókostur að mikið þarf að hafa
af lausum blöðum, sem veldur oft skrjáfi og truflunum í sjálfri guðsþjónustunni.
Útgáfa okkar verður þannig að hver sálmur hefur sitt lag, eitt eða fleiri, og þar
að auki verða um 100 sálmar í sömu bók í lækkaðri tónhæð, þannig að hver og
einn geti ráðið því hvaða lög séu sungin einrödduð og hvaða lög rödduð. Ég hef
þegar orðið var við það að mikil ánægja er hjá organistum yfir því að undirbúningur
þessa verkefnis skuli vera farinn af stað. Lengi hafði ég hugleitt þetta verkefni en
vegna kostnaðar var ekki önnur leið fær, en að setja réttan texta við þau sálmalög
sem þegar voru til prentuð. Það var ekki fyrr en nótnaskrift á tölvur hafði þróast eins
77