Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 204
1994
25. KIRKJUÞING
10. mál
Sé um greftrunarkirkju/kapellu , sbr. 6. gr. laga nr. 25/1985, að ræða, greiðist rekstrar
og viðhaldskostnaður af eign og tekjum viðkomandi kirkjugarðs.
Nú breytast forsendur byggðar þannig að söfhuðir sameinast eða samþykkt er, sbr.
þessar reglur, að reisa nýja sóknarkirkju í stað gamallar. Þá er heimilt með samþykki
aðalsafiiaðarfundar, prófasts og biskups að taka kirkju ofan.
Leita skal álits þjóðminjavarðar um það hvort varðveita skuli slíkar aflagðar kirkjur
annars staðar. Kirkjusókn er ekki skylt að bera kostnað af þeirri varðveislu.
m.kafli.
Um máldaga, kirkjubók og réttindi kirkna.
8. gr.
Biskup setur hverri kirkju máldaga, kirkjuskrá, sbr. lög nr. 25/1985, 23. gr.5.1ið. í
máldaga skal greina eignir kirkju, tekjustofna og réttindi, kvaðir er á kirkju kunna að
hvíla, sóknarmörk og þjónusturétt, sem sóknin á tilkall til. Máldagann og breytingar á
honum skal skrá í sérstaka bók, máldagabók, er biskup löggildir. Afrit máldagans
geymist í vörslu biskups..
Kapellu skal einnig settur máldagi.
Sóknamefnd varðveitir máldagabók og ber ábyrgð á að máldagi greini jafiian frá
eignum og réttindum kirkju. í máldagabók skal einnig skrá eins haldgóðar upplýsingar
og völ er á um kirkjuna, byggingarsögu hennar, endurbætur, viðhald, búnað og
kirkjumuni er kirkjan á. Biskup og prófastur kanna máldaga er þeir vísitera, árita
máldagabækur og gera athugasemdir ef efni þykja standa til þess.
Máldagar þeir, er greinir í erindisbréfi handa biskupum 1. júlí 1746, 16. gr., sbr.
konungsbréf frá 5. apríl 1749, sem löggildir máldaga Gísla biskups Jónssonar, gilda
svo sem tíðkast hefur.
Eldri máldaga kirkju skal eftir föngum skrá í máldagabók.
9. gr.
Nú verður ágreiningur um fomar eignir og réttindi kirkna, og eru þá eftirgreindar
skrár áreiðanlegar og löggiltar kirkjuskrár og máldagabækur sbr. erindisbréf handa
biskupum 1. júlí 1746, 16 gr. og konungsbréf 5. apríl 1749, sem löggildir máldaga
Gísla biskups Jónssonar, gilda sem tíðkast hefur.
199