Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 277
1994
25. KIRKJUÞING
14. mál
ÚTDRÁTTUR ÚR LÖGGJÖFINNI
Útdráttur úr lögum um skipan prestakalla og prófastdæma og um starfsmenn
þjóðkirkju íslands nr. 62/1990::
8. gr. Þar sem prestssetur er samkvæmt lögum þessum er presti skylt að hafa aðsetur
og lögheimili, nema biskup heimili annað um stundarsakir, að fenginni umsögn prófasts
og viðkomandi sóknamefnda.
Um réttindi og skyldur presta gagnvart prestssetursjörðum gilda ákvæði
ábúðarlaga og annarra laga eftir því sem við getur átt. 1)
Farprestar (skv. 9. gr.) njóti sambærilegra húsnæðiskjara og sóknarprestar.
Eigi má ráðstafa prestssetri til langframa nema til þess komi samþykki
biskups, að fenginni umsögn viðkomandi prófasts, héraðsfundar og
sóknarnefnda í viðkomandi prestakalli, svo og samþykki þess prests er veitingu
hefur fyrir viðkomandi brauði.
Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn biskups og hlutaðeigandi prófasts,
sóknamefndar og sóknarprests, að flytja prestssetur til innan prestakalls. Akvörðun um
þetta efiii skal birt í B-deild Stjómartíðinda.
1) L. 137/1993 10.gr.
Útdráttur úr lögum um prestsetur nr. 137/1993:
4. gr. Stjóm prestssetrasjóðs er heimilt að kaupa og selja prestssetur eða réttindi sem
tengjast þeim, en samningur verður ekki bindandi fyrir aðila nema kirkjuþing og dóms-
og kirkjumálaráðherra hafi heimilað þá ráðstöfun. Þó er ekki heimilt, nema með
samþykki Alþingis, að selja prestssetur, eða réttindi sem þeim tengjast, sem
prestssetrasjóður tekur við þegar lög þessi öðlast gildi.
Við fýrri umræðu gat biskup þess, að hér væri um nokkur tímamót að ræða þar sem slíkt
mál hefði aldrei komið fram á kirkjuþingi áður.
Vísað til fjárhagsnefndar (frsm. sr. Siguijón Einarsson).
Fram kom breyting, við upphaftillögunnar að hún verði samþykkt þannig:
Kirkjuþing 1994 heimilar sölu á prestssetrum þeim, sem upp eru talin í tillögunni og
kaup á öðrum í þeirra stað
Með þessari breytingu var tillaga nefndarinnar samþykkt með 1 mótatkvæði.
272