Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 23
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
En um leið og verke&i hafa verið færð yfir á kirkjuna, hefur umfang þeirra
krafist aukins mannafla og aukins húsnæðis. Ég greindi frá því í skýrslu minni í
fyrra, að viðræður áttu sér stað við Reykjavíkurborg um makaskipti á Suðurgötu 22
og húsnæði í eigu borgarinnar. Það fannst því miður ekkert slíkt húsnæði, og hefur
því verið brugðið á það ráð að festa kaup á húseigninni Laugavegi 31, sem var í
eigu Islandsbanka. Þekkja margir af eldri kynslóðinni húsið undir nafni Marteins
Einarssonar, sem rak þar verslun.
Kirkjunni ber að skila Suðurgötu 22 nú við upphaf kirkjuþings og hafa staðið
yfir flutningar í hið nýja húsnæði. Er kirkjuþingi boðið að koma og skoða húsið og
kynna sér þá starfsemi, sem þar á sér stað. En nú eru flestar stofnanir kirkjunnar
komnar undir eitt og sama þak, er þar um að ræða biskupsstofu með fræðslu og
þjónustudeild, ffamkvæmdastjóra skipulagsnefndar kirkjugarða, hjálparstofiiun
kirkjunnar, fangaprest og verslunina Kirkjuhúsið og útgáfufélag kirkjunnar,
Skálholt. Þá er einnig fýrirhugað, að Prestafélag Islands fái skrifstofu á jarðhæðinni
fyrir stjóm sína og önnur störf. Þá em í húsinu tveir fimdarsalir á fjórðu hæðinni og
miklar geymslur í kjallara.
Vitanlega er hér um mikla fjárfestingu að ræða og ekki ólíklegt að skoðanir
verði að einhveiju leyti skiptar. Það orkar ævinlega tvímælis, þegar kirkjan fjárfestir
í einhveiju, hvort heldur er um að ræða kirkjusmíð eða kostnaðarsamar viðgerðir á
kirkjum og safiiaðarheimilum. En starfsemin á Suðurgötunni var búin að sprengja
allt utan af sér, svo að jafnvel varð að stúka fundarherbergið í kjallara í sundur fyrir
starfsfólk prestssetrasjóðs, svo að nefhdir urðu að fimda við borðið í skrifstofii
biskups. En það var hið eina, sem var nægjanlega stórt fyrir 5 til 7 manns að sitja í
kringum.
Hefur kirkjuráð og starfsfólk biskupsstofu fylgt samþykkt kirkjuþings 1993,
þar sem segir: ":Kirkjuþing 1993 ályktar að vandlega þurfi að kanna alla möguleika
varðandi fyrirsjáanlega húsnæðisþörf fyrir starfsemi biskupsembættisins og aðra
starfsemi kirkjunnar. " Og ennfremur: "....þarf að athuga vel, hvort kaup á húsnæði
er sómir biskupsembættinu er ekki betri kostur en stækkun hússins á Suðurgötu
22." Og enn samþykkti kirkjuþing 1993: "Forsenda fyrir íjárfestingu í nýju og
auknu húsnæði er að samið verði við ríkisvaldið um húsaleigu til langs tíma".
Biskup hefur fengið samþykki ráðherra fyrir því að til slíkra samninga sé gengið.
Ennfremur var þetta lagt fyrir á samráðsfundi kirkjuráðs og Alþingis og tóku
alþingismenn af skilningi við þessari beiðni.
18