Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 180
1994
25. KIRKJUÞING
8. mál
Gagnkvæm virðing.
Samstæð og heilbrigð ijölskylda metur hvem einstakling að verðleikum, hrósar og
uppörvar, svo að hver og einn finnur að hann/hún er mikils virði. Jákvæð viðhorf efla
sjálfsvirðingu, frelsi og ábyrgð.
Mörk/tengsl.
Fjölskyldumæri eða -mörk em sameiginleg öllum ijölskyldum, þótt ekki séu þau sýnileg
(sbr. landamæri). Þessi mörk skilja eina fjölskyldu frá annarri og afinarka einnig tengsl
og samskipti þeirra, sem teljast til samfélags sömu fjölskyldu. Við upphaf
ijölskyldumyndunar afmarkast parið. Eftir því sem samskiptin dýpka verða tengslin
traustari, öðlast blæ virðingar og hollustu, sem staðfest er með
hjónabandssáttmálanum. Þegar til hjúskapar er stofnað, reynist mörgum erfitt að slíta
gömlu böndin, eins og við æskuheimili og foreldra. Við þurfúm að slíta bönd og binda
ný við makann af fúllri ábyrgð. Þar sem bam fæðist eða er ættleitt skapast ný tengsl,
tengsl milli foreldra og bams, með þeirri ábyrgð og um leið ómældu lífsfyllingu sem
fylgir því að vera foreldri. Sérhver íjölskylda verður að eiga samskipti út á við, tengsl
við samfélagið og stofnanir þess. Mikilvægt er að mörk fjölskyldunnar verði hvorki svo
stíf að erfitt sé að ná sambandi né svo veik að fjölskyldan verði háð utanaðkomandi
stuðningi sem hefti frelsi til þroska og athafna.
Hlutverk.
I sérhverri fjölskyldu gegna menn ákveðnum hlutverkum, líkt og í leikriti, hvort sem
þeim er það leynt eða ljóst. Aðalhlutverk eru að vera maki, bam, systkini. Það eru
skylduhlutverk og undan þeim verður ekki vikist. Önnur hlutverk em breytileg, koma
og fara og ekki alltaf í höndum þess sama í fjölskyldunni, svo sem að skemmta, vemda,
miðla málum eða sjá um að ekki skorti lífsnauðsynjar. Hlutverkum verður að deila út
eftir þörfúm, en jafnffamt áhuga, hæfileikum, ábyrgð og aldri. Böm verða að læra að
standa á eigin fótum smám saman og með stuðningi frá fjölskyldu og samfélagi til þess
að verða sjálfstæðir fúllþroska einstaklingar.
n. stöðugleiki
Meðlimir fjölskyldunnar þurfa að finna að fjölskyldan er fastapunktur og hverfúr ekki
einn daginn. Fjölskyldan er fyrir þá og þeir fyrir hana. Ýmsir siðir, daglegar venjur,
hátíðastundir og hefðir kalla hana saman og stuðla að því að meðlimir hennar sýni,
hversu vænt þeim þykir hveijum um annan. Þeir upplifa samhengi, sameiginlegan gmnn
og einkenni, sem hjálpar þeim að öðlast skilning á sjálfúm sér í eigin fjölskyldusögu.
Þessi lífssaga sem þeir em hluti af og vilja varðveita gerir þeim líka kleift að halda
ótrauðir áffarn þótt á móti blási í lífsbaráttunni.
175