Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 20
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
hafi verið einn helsti þröskuldurinn og ásteitingarsteinninn í samskiptum ríkis og
kirkju í eignamálum og forsjá þeirra.
í tengslum við viðræðumar um kirkjueignir og framtíðarráðstöfun þeirra, sem
hófiast fyrir tveimur og hálfu ári, var þegar farið að huga að því að breyta þessu
fyrirkomulagi. Og var slík umræða enn brýnni fyrir þær sakir, að það vofði yfir
gildistaka nýrrar reglugerðar um prestssetur, sem stórhækkaði leigugjaldið og lagði
niður fjölda prestssetra.
Þessar umræður nutu einnig stuðnings kirkjumálaráðherra, sem hefur lagt
áherslu á þann vilja sinn, að kirkjan hefði meira sjálfstæði um sín mál, og þá einnig
og sérstaklega hvað eignir áhrærir og ijármál ásamt hinum einstöku starfsþáttum.
Með tilkomu kirkjumálasjóðs færast ýmsir málaflokkar beint undir kirkjuna.
En þeir em: kirkjuþing, kirkjuráð og prestastefna, biskupsgarður,
fjölskylduþjónusta kirkjunnar, embætti söngmálastjóra ásamt Tónskóla
þjóðkirkjunnar og starfsþjálfim guðfræði kandidata. Þessi tilfærsla frá ráðuneyti til
kirkju þýðir það, að kirkjan ber nú stjómsýslulega og Qárhagslega ábyrgð á þessum
málaflokkum. Og samkvæmt lögunum ber kirkjuráð ábyrgð á stjóm
kirkjumálasjóðsins.
Lögin um prestssetur mæla aftur á móti svo fyrir, að kirkjuráð kjósi sérstaka
stjóm prestssetrasjóðsins, sem hafi forsvar vegna þeirra. Kirkjuráð kaus
bráðabirgðastjóm prestssetrasjóðsins, en tillaga að reglugerð fyrir sjóð og stjóm
verður lögð fyrir þetta þing. í sjóðsstjómina kaus kirkjuráð Guðmund Þór
Guðmundsson, deildarstjóra í dóms og kirkjumálaráðuneytinu, og er hann formaður,
frú Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt og Guðmund Magnússon, prófessor. Af hálfii
biskupsembættis og fyrir hönd kirkjuráðs starfar frú Ragnhildur Benediktsdóttir,
skrifstofústjóri biskupsstofú með stjóminni. Reikningshald og umsýsla er á
biskupsstofú.
Þótt kirkjuþing teldi það jákvætt og eðlilegt, að kirkjan sjálf tæki við þessum
málaflokkum, fylgdi því varanleg skerðing á kirkjugarðsgjöldum. Nemur sú
skerðing 11.3% miðað við sóknargjöld, og rennur til þess að standa undir þessum
málaflokkum og fer þar langmest til viðhalds og nýbygginga á prestssetmm, eins og
ffarn kemur í framlögðum skýrslum.
Varaði bæði kirkjuráð og kirkjuþing við þessari skerðingu á
kirkjugarðsgjöldum, sem kæmu í viðbót við það, að þeim væri ætlað að standa
15