Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 28
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
Séra Valgeir Ástráðsson hefur unnið að endurskoðun þessara reglna með hið
nýja markmið í huga og kann ég honum þakkir fyrir það framlag hans.
Annað mál verður líka lagt fram hér til kynningar, en það varðar mál
orgelleikara. Störf þeirra eru mjög mismunandi, allt frá því að vera fiillt starf til
þess að vera lítið hlutastarf. Það er engu að síður nauðsynlegt, að einhver samræmd
stefria sé mörkuð í þessu máli og er það að ósk Félags organista. Skipaði kirkjuráð
þriggja manna nefnd að ósk organistanna, og er séra Bragi Friðriksson formaður.
Sé ég þetta mál, sem fyrsta skref í þá átt að taka allt starfsmannahald
safnaðanna til skoðunar og gera tillögur þar að lútandi. Er mikil þörf á því að
samræma reglur og starfssamninga, bæði hvað laun áhrærir og vinnuskyldu. Hefiir
Kjalamesprófastsdæmi þegar riðið á vaðið, hvað þetta áhrærir og ætti vinna þeirra
að geta gagnast vel fyrir kirkjuna alla og söfiiuði hennar og prófastsdæmi.
I tengslum við starf og skipulag og tilhögun á samstarfi presta og safnaða, má
geta vinnu að erindisbréfi fyrir sóknarnefndir, sem hér er lagt fram. Hefúr mikið
verið fúndað um bréf þetta, mörg símtöl og löng snúist um það og sitt hefúr sýnst
hveijum. Þykir sumum sem prestar verði harla einráðir að túlkun erindisbréfsins,
aðrir telja, að sóknamefndir gangi yfir á verksvið sóknarprestsins. Þó hefúr það
vakað fyrir okkur, sem höfúm verið að vinna að þessu bréfi, að sá skilningur sé að
baki öllu, að eftir samstarfi sé leitað og liggi það eitt að baki, að leið sé fúndin til
sem öflugast safnaðarstarfs í þjónustu við sóknarbömin.
Presturinn gegnir vitanlega sérstöku hlutverki í samræmi við vígslu sína,
þjónustu alla og vígslubréf. A sóknamefnd hvílir líka skv. lögum mikil ábyrgð.
Báðir eiga þessir aðilar að veita öllu starfi forystu án þess togstreita komi upp, sem
bæði spillir árangri og sáir tortryggni um heilindi í anda köllunar.
Ekki er erindisbréfið lagt fyrir kirkjuþing til afgreiðslu, heldur aðeins
kynningar. Það hefiir verið rætt í kirkjuráði og á prófastafúndi, eins og gert er ráð
fyrir í lögum, en það er biskup, sem gefúr erindisbréfið út til leiðbeiningar
sóknamefiidum og til að skerpa áherslur. Séra Þorbjöm Hlynur Ámason,
biskupsritari hefúr að mestu séð um kynningu þess á fúndum með prestum og
sóknamefndum vítt um land. Kann ég honum miklar þakkir fyrir ötult og markvisst
starf.
Þá taidi kirkjuráð eðlilegt, að settar yrðu inn í starfsmannahandbókina reglur
og leiðbeiningar um samskipti sóknarpresta og sóknamefnda og starfsfólks sókna.
Verði þar einnig fjallað um réttindi, skyldur, ábyrgð og vinnufyrirkomulag. En því
miður verður enn dráttur á því, að hin marglofaða starfsmannahandbók komi út. Er
23