Gerðir kirkjuþings - 1994, Page 249
1994
25. KJRKJUÞING
13, mál
Stjóm prestssetrasjóðs tekur einnig ákvarðanir um kaup eða leigu
fasteigna í sama skyni. Oft getur verið hentara að kaupa notaða fasteign
sem prestssetur, heldur en að reisa nýtt hús. Þá getur sú staða komið upp
að betra sé að leigja hús sem prestssetur, eftir atvikum tímabundið, t.d.
vegna laklegs ástands prestsseturs.
Sjóðsstjóm annast um framkvæmd alla í þessu sambandi en getur þó
gert aðra ráðstöfun í einstökum tilvikum þyki það hentara. T.d. gæti
sjóðsstjóm samið við sóknamefhd um að annast um nýbyggingu íbúðarhúss,
ef sóknamefnd tekur þátt í kostnaði við það.
Um 19. gr.
Stundum em prestssetur ekki setin af prestum, þar sem prestakall er
prestlaust eða vegna samnings milli prests og stjómar um slíka ráðstöfun.
Þá getur einnig komið til að biskup hafi heimilað presti um stundarsakir að
búa annars staðar, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 62/1990. í siíkum tilvikum
verður oft að gera ráðstafanir til að vemda prestssetrið og helst að koma því
í einhver arðberandi not. Það fer eftir aðstæðum hvemig það er gert.
Oftast reynist unnt að leigja íbúðarhús í þéttbýli og stundum til sveita Hka.
Ef um jarðir er að ræða er stundum unnt að leigja þær að meira eða minna
leyti. Hér er gert ráð fyrir að sjóðsstjóm annist um og gæti prestsseturs sem
ekki er setið. Þegar prestssetri er ráðstafað með þessum hætti verður að
gæta þess að haga samningsgerð þannig að nýr prestur fái öll umráð
prestssetursins hið fyrsta, þegar hann tekur við embætti. Verður því að vera
unnt að segja upp slíkum samningum með skömmum fyrirvara.
Eðlilegt þykir að gera ráð fyrir að unnt sé að semja við prófast um
eftirlit og umsjón með ósetnu prestssetri, eða prestssetri sem leigt hefiir
verið þriðja manni, en það fer vitaskuld eftir aðstæðum hvort slíkt yrði gert.
Sjóðsstjóm ákveður hver leigukjör eru, þegar prestssetur er leigt
öðrum en presti.
Eins og fram kemur í reglum þessum er það grundvallarregla að
prestur, ásamt prestssetrasjóði, beri ábyrgð á prestssetri. Þótt prestur fari
um stundarsakir í leyfi, t. d. námsleyfi eða launalaust leyfi, telst hann eigi að
síður hafa embættið og ber hann því sömu ábyrgð á prestssetrinu og áður,
að því leyti sem honum er unnt vegna íjarveru sinnar. Verður því að ætlast
til þess að prestur geri viðhlítandi ráðstafanir vegna prestssetursins áður en
hann fer brott í námsleyfi í samræmi við þær skyldur sínar. Stjóm
prestssetrasjóðs myndi að sjálfsögðu leitast við að aðstoða prest í slíki tilviki
ef eftir því yrði leitað. Prestur gæti einnig borið fyrirhugaðar ráðstafanir
244