Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 174
1994
25, KIRKJUÞING
8. mál
Kristin kirkja hefur ætíð metið gildi fjölskyldunnar og heimilislífsins umfram flest annað
sem snýr að jarðnesku lífi mannsins. Kirkjan lætur sig farsæld ijölskyldunnar miklu
varða og býður ffam krafta sína til að styrkja stöðu hennar í hvívetna. Hún lítur á
fjölskylduna sem skikkan skaparans, veigamikinn þátt í forsjón Guðs. Það er Guðs vilji
að menn búi við skilyrði sem stuðla að alhliða þroska þeirra og gera þeim kleift að lifa
mannsæmandi lífi. Kristin trú leggur þann skilning í mannsæmandi lífskjör að í því efni
séu efnaleg gæði, þótt ætíð mikilvæg, ekki einhlítur mælikvarði. Meiru skipti þær
aðstæður sem mönnum eru búnar til andlegs þroska sem leggur grunn að farsælu lífi í
jákvæðum samskiptum við aðra menn. Þær aðstæður verða seint greindar til fúlls, en
víst má þó telja að heill fjölskyldunnar verði jafiian talin meðal hinna mikilvægustu
þátta.
Guð, skapari himins og jarðar, setur sköpun sinni skipan, mannlífinu til vemdar,
eflingar og blessunar. Allt byggist á grunntóni Biblíunnar um kærleika Guðs.
Kærleikurinn birtist í gjörvallri sköpuninni, en verður þó hvergi eins opinber og í lífi,
dauða og upprisu Jesú Krists. Guð elskar manninn að fyrra bragði. Þennan kærleika
þiggjum við af náð er kallar á svar, krefst andsvars. "Nýtt borðorð gef ég yður, að þér
elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan"
(Jóh. 13:34).
þessi orð Krists kalla okkur til ábyrgðar á samferðamanni okkar. Við mætum honum
víða við ólíkar aðstæður með þarfir sínar, langanir, erfiðleika og vonbrigði. Hvergi
verða þessir samfúndir eins nálægir og krefjandi og í hjónabandinu og fjölskyldulífinu.
Þar birtist náungi okkar eins og hann er með alla sína kosti og galla. Samfélag karls og
konu höfðar til þessa gagnkvæma fómandi kærleika sem Guð birtir.
Guð birtist okkur í gjörvallri sköpun sinni og í daglegu amstri er nálægð Guðs
hvarvetna til staðar. I nánum samskiptum við mesta sköpunarverkið, hina lifandi
manneskju, finnum við hversu líkami, sál og andi eflast og styrkjast enda þótt við
leiðum kannski ekki svo mjög hugann að því að hér er Guð að verki, og hér er okkar
hlutverk sem bama Guðs. Flestum kristnum mönnum finnst þó að hjónabandið,
foreldrahlutverkið, bræður okkar og systur séu slíkur vettvangur þar sem okkur gefst
tækifæri til að þakka Guði góða sköpun hans og mega taka þátt í því mikla lífsundri í
orði og verki. Það er göfúgt starf að vera foreldri, það er Guði þóknanlegt að reynast
maka sínum vel og lifa saman í blíðu og stríðu alla ævi.
Heilög ritning og kristin kirkja hafa alla tíð haft fjölskylduna og hjónabandið í hávegum
og talið það vera í verkahring sínum að standa vörð um þá skikkan skaparans. En
169