Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 182
1994
25. KIRKJUÞING
8. mál
Hlutverk og reglur eru opin fyrir endurmati. Samskiptin einkennast af umburðarlyndi,
tillitssemi og hlýju ásamt hæfni til að laga sig að breytingum og áfbllum lífsins.
Aðlögun.
Allar fjölskyldur mæta því að þurfa að laga sig að eðlilegum breytingum, sem fylgja
lífsgöngunni, og eins ýmsum óvæntum atvikum og aðstæðum, sem raska jafnvægi
fjölskyldunnar.
Við þurfum líka öll að takast á við erfiðleika. Það getur verið um að ræða veikindi,
atvinnumissi, áhyggjur af ástvinum, svo að við blasir yfirþyrmandi svartnætti. Reynslan
sýnir að fjölskyldur sem rækta trú sína af alúð og sækja sér styrk í skapandi
uppbyggilegt umhverfi, eru betur til þess fallnar að mæta mótlæti og sorg en aðrar.
Traust. trúnaður.
Allir þeir þættir sem nefndir hafa verið hér að framan byggja á því, að við treystum
hvert öðru innan ramma fjölskyldunnar. Virðing, ánægjulegar stundir saman, greið og
eðlileg tjáskipti eru háð því að við treystum hvert öðru. Þama er líka um víxlverkun að
ræða, því samkennd, trúnaður og traust skapast við uppörvun, hrós og stuðning á
gleði- og sorgarstundum, þegar fjölskyldan stendur saman í daglegu amstri.
2.4 Samantekt
það er engum vafa undirorpið, að fjölskyldulífið er mótandi afl fyrir andlega líðan
okkar, hamingju og heilsu. Það verður því að vera forgangsverkefni okkar allra að
vaka yfir þessari mikilvægu einingu sem fjölskyldan er. Flestar ijölskyldur standa sig
með prýði í sínu hlutverki. Það skiptir miklu fyrir heill fjölskyldulífsins að hafa í huga þá
miklu ábyrgð sem hvílir á herðum okkar allra og vinna saman að heill og hamingju
einstaklinganna.
Fjölskyldan getur af sér nýja kynslóð og hennar hlutverk er að ala upp böm, miðla
menningu, góðum siðum og háttum áfram til næstu kynslóðar. Gangverki þessarar
miðlunar stjóma foreldramir. Það er í þeirra verkahring að búa bömum mannsæmandi
uppvaxtarskilyrði til að þroskast og dafna á alla lund, svo að þau verði ábyrgir þegnar
og góðir ráðsmenn skapara kærleikans.
A heimilum er gmnnurinn lagður að heill einstaklingsins. Þar er bömum kennt að tala,
tjá sig, elska, þiggja og veita. Heimilið er sá staður, þar sem hver og einn er tekinn
177