Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 181
1994
25. KIRKJIXÞING
8, mál
Samskiptareelur,
Með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða, segir í Njálu. Allar fjölskyldur
eiga sínar reglur, rétt eins og þjóðfélagið, kirkjan og skólinn eiga sínar. Þær ná til
náinna samskipta, tjáningar tilfinninga, ágreinings, samtala, vinnu, leiks, kynlífs,
trúariðkunar og mýmargs annars.
Trúarleg gildi. andlegt líf.
Einkenni heilsteypts fjölskyldulífs er nærist af þroskuðu andlegu og trúarlegu lífi fela í
sér, að fjölskyldan leggur rækt við trú sína. Það er unnt að finna hamingjusamt fólk,
sem lætur sig trúmál litlu varða, og tungumál trúarinnar á stundum erfitt uppdráttar. En
þroskað trúarlíf getur gefið hveijum einstaklingi í senn sterka siðferðiskennd og
mikilvæga viðmiðun um tilgang tilverunnar.
m. SAMHELDNI
Mikilvœgt er að fjölskyldan standi saman, tjái sig opinskátt. Meðlimir hennar deila
sorgar- og gleðistundum. Fjölskyldan ætlar sér ákveðinn tíma til samveru, stendur við
gefin loforð og þarf að leysa ágreiningsefni sín og byggja brú sátta og samlyndis.
Innihaldsrikar samverustundir.
Ahrifamikill þáttur í farsælu fjölskyldulífi er að fjölskyldan eigi vissan tíma, sem miðar
að því að skapa góðar, innihaldsríkar samverustundir. Við þurfúm að taka okkur tíma
til að gera eitthvað skapandi í sameiningu.
Opin, ereið og einlæg tiáskipti.
Heimilið er áhrifamesti fjölskylduskóli okkar allra. Þar læra bömin af foreldrum sínum
að tjá sig og opinbera hug sinn, af einlægni og heiðarleika. Við erum ævinlega að gefa
öðrum skilaboð í samskiptum, og þá ekki síst okkar nánustu, með orðum okkar, með
því sem við þegjum um, með athöfiium og látbragði.
það er til líkamlegt ofbeldi, en það er líka til andlegt ofbeldi, sem felst í að halda fólki í
helgreipum með því að loka á alla umræðu. Við skulum forðast þá samskiptaleið og
læra bæði að tjá okkur af einlægni og hlusta opnum huga. Það er ekki síst mikilvægt
þegar þarf að leysa ágreining. Stundum getur nærvera í þögn verið það besta, eins og
þegar sorgin er annars vegar.
IV. SVEIGJANLEIKI
Einstaklingar ogJjölskyldan þurfa að vera tilbúin að mæta breyttum aðstæðum og laga
sig að þeim. Fjölskyldan vill takast á við lífið og skynjar það sem tækifæri til þroska.
176