Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 46
-2-
Biskup fól þjóðxnálanefnd að kanna hvort hún gæti tekið þetta verkefni að sér.
Nenfdin ákvað að biða átekta og kom tvennt til. Annarsvegar hafði Skálholtsskóli i
undirbúningi hliðstæða ráðstefnu eða málþing með fulltrúum kirkju og fjolmiðla og
sem nú er ákveðið að af verði i Skáiholti strax að loknu kirkjuþingi eða dagana 4. -
5. nóvember n.k.. Hins vegar er stefnt að því að i júní á næsta ári verði hérlendis
haldinn samráðsfundur fjolmiðlaftilltrúa norrænu kirknanna og gæti verið áhugavert
að tengja opna ráðstefnu við þann fund og fá fyrirlesara úr röðum hinna erlendu
gesta.
2 . Þá fól biskup nefndinni, fyrir hond þjóðkirkjuxmar, að taka upp viðræður við
umhvexfisráðuneytið, sem hafði lýst áhuga á samstarfi við þjóðkirkjuna nm átak í
umhvetfismálum og umhverfisvernd. Þar hafa verið ræddar hugmyndir, eins og:
1. - að - boða sameiginlega til sérstakrar ráðsefnu, þar sem málin yrðu skoðuð í
viðu samhengi með tiihti til sköpunarguðfræðinnar og ábyrgðar hins
kristna tuanns á náttúrunni.
2. - að - gefa út sérstakt fræðsluefni til afnota fyrir presta og dl að nýta i
fermingarundirbúxiingi og fullorðinsfræðslu i sofnuðunum.
3. - að - þjóðkirkjan helgi árlega sérstakan messudag þessum málaflokki,
I umfjöllun um þetta efni hefur þjóðmálanefnd einnig haft samráð við
formann stjómar Siðfræðistofnunar, dr. Pál Skúlason, en á vegum
Siðfræðistofnunar hefur mikil vinna verið logð í ýmsa þætti er varða umhverfismál,
m.a. haldin fræðileg ráðstefna, 18. - 19. sept. 1993, um siðfræði náttúrunnar undir
yfirskriftinni „Náttúrusýn “.
Þessar umræður eru nokkuð á veg komnar. Unnið er út frá þeirri hugmynd að
þjóðmálnefnd, Siðfræðistofnun og umhverfisráðuneytið standi sameiginlega að
málþingi eða ráðstefnu siðar á vetrinum ( mars 1995 ), þar sem sjónum verði fyrst
og fremst beint að hagnýtum markmiðum i umgengni við landið og ábyrgð á
náttúrunni yfideitt.
3 . Þjóðmálanefnd hefur rætt um hvernig unnt væri að fjalla um málstað
íslenskrar bændastéttar og fólks í þverrandi bvggð. m.a. i samræmi við ábendingar
og tilmæli sem komið hafa fram ákirkjuþingi, en ljóst er að viða hallar nú á búandi
fólk og með samsvarandi og áður óþekktum vanda fyrir sálgæslu eða sálusorgun
kirkjunnar. Nefndin hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig hún standi að umf jöliun
um þetta efni, þannig að nýst geti til fræðslu og uppbyggingar. Ráðstefna eða
málþing hafa venð nefnd. En nefndin hefur líka kannað Mllega hvort
þjóðmálanefnd gæti látið vinna sérfræðiálit, þar sem sérstaklega yrði reynt, ekki
aðeins að varpa ljósi á starfsaðstæður og efnaleg kjör þessa fólks, heldur einnig
sjálfsmynd þess og liðan, félagslega aðstöðu og mögulakana á að nýta sér hvers
kyns opinbera þjónustu og menningariíf, sem borgarbúar eiga greiðan aðgang að.
Þá má einnig skoða hvort unnt er að gera þessu efni einhver skil í tengslum
við ráðstefnu um markmið í umgengni við landið og afnot þess, sem fjallað er um
hér að framan.
Umræður á kirkjuþingi og áiit um þessi mál og önnur, sem nefndin gæti
sinnt, eru nefndinni gagnleg og yrðu vel þegin.
F. h. þjóðmálanefndar,
Þórhallur Höskuldsson
formaður
41