Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 7
undirstaða helgihalds á íslandi um aldir og er enn. Vill reyndar svo skemmtilega til, að
í dag 25. október eru nákvæmlega 400 ár liðin frá útgáfu hins fyrsta Grallara, en svo
sem prentað er í bókarlok í 1. útgáfú hans, er þess dags getið af því tilefni.
Ekki þarf að velta fyrir sér, hver þýðing var að þeirri útgáfú, og gengur hún
næst sjálfri Biblíunni, sem borið hefúr nafn biskupsins honum til virðingar. Þjóðin ólst
upp við sálmana og messugjörðina og kunni vel. Að breytingar voru síðan á gerðar,
þarf ekki að koma neinum á óvart. En gott er að hafa hugfast, að þótt ýmsu sé breytt
og tímamir virðist kalla eftir nýjum siðum, ber að virða vel arf, sem þeginn hefúr verið
og svo vel hefúr nýst, að öðru vísi væri umhorfs á íslandi í trúarefnum, ef Grallarans
hefði ekki notið við. Er því gott á þessari samkomu kirkjunnar, sem margir telja
hennar æðstu stofhun, að við þökkum gamla bók, sem þó fellur ekki á með ffamrás
tímans, slík er sú perla, sem þar ljómar og sú var uppsprettulindin, að aldrei þomaði.
En önnur tímamót er einnig vert að hafa í huga nú við upphaf þessa kirkjuþings.
Þetta er í tuttugasta og fimmta skiptið, sem biskup boðar fúlltrúa til kirkjuþings, en
lögin um kirkjuþing vom sett svo sem kunnugt er árið 1957. En í fyrstu kom
kirkjuþing saman annað hvert ár, en síðan 1984 á hveiju ári. Með tilkomu laganna um
kirkjumálasjóð, sem samþykkt vom á Alþingi í desember í fyrra, ákveður kirkjuþing
sjálft um þinghald sitt og hversu lengi það stendur, og er ekki lengur bundið af lögum
að kirkjuþing sé að jafnaði haldið í október.
Ekki er ástæða til að fara yfir sögu þessara tuttugu og fimm þinga. Bókin um
kirkjuþing og kirkjuráð er senn fúllbúin og verður gefin út. En ég taldi upp nokkur mál
í fyrra, sem mér þóttu bera af, þegar mál kirkjuþinga hafa verið skoðuð, en lét við það
eitt sitja að benda á þau helstu mál, sem kirkjuþing síðasta kjörtímabils fyallaði um. Þar
kom margt fram og ekki ómerkilegt. Kirkjuþing hafa markað skýra og glögga stefnu,
bæði í málum kirkjunnar sjálfrar svo og til mótunar hlutverki kirkjunnar í þjóðlífínu
öllu.
Kirkjuþing gefúr tóninn um málefni, sem gagn er að og meðal þess, sem
fúlltrúar síðasta kjörtímabils fjölluðu um, var fjölskrúðugt safn þeirra þátta, sem vert er
að minnast og eru sumir undirstaða starfs. Leyfi ég mér að benda á yfirlit það, sem ég
gaf við setninguna í fyrra og er að finna í Gjörðum kirkjuþings 1993.
Við þingslit í fyrra þakkaði ég líka þingmönnum þeirra fjögurra ára, sem ég
hafði mest haft með mál að gjöra. Þótti sumum sem ég væri að gera því skóna, að
engir ættu afturkvæmt til fúnda nú. Því fór víðs fjarri. En mikil endumýjun hefúr þó
átt sér stað, svo að níu þingfúlltrúar sækja nú þetta þing, en vom ekki kjömir til setu á
því síðasta. Hef ég því farið nærri um miklar breytingar, þótt ég verði að viðurkenna,
að í sumum tilfellum urðu þær meiri en mig gmnaði.
En það fer vel á því á þessum tímamótum, að kirkjuþing hefúr nú fengið vald til
að fjalla um fleiri mál til endanlegrar afgreiðslu. Þannig hafa fjármál margra þátta færst
í hendur kirkjunnar og verði eitthvað af þeim atriðum að lögum, sem kynnt verða nú á
þinginu af tillögum skipulagsnefndar, vex ábyrgð kirkjuþings enn. Mun þá svo komið
eftir þá afgreiðslu, og staðfestingu Alþingis, að kirkjuþing fjallar á eigin ábyrgð um flest
svið fjármála kirkjunnar, skipulagsmál og stjómsýslu aðra. Getur því auðveldlega
komið að því að heimild í lögum um kirkjumálasjóð og frelsi kirkjuþings í málum
2