Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 270
1994
25. KIRKJUÞING
13. mál
vegna, og gætir almennra og sérstakra hagsmuna prestssetra í samráði við
hlutaðeigandi prest, prófast og vígslubiskup, eins og við á.
Stjóm prestssetrasjóðs hefur gætur á lagasetningu, lagabreytingum
eða setningu eða breytingu stjómvaldsfyrirmæla á sviði kirkjumála.
Sjóðsstjóm skal hafa sérstakar gætur á lögum um prestaköll og
prófastsdæmi, þar sem mælt er fyrir um lögboðin prestssetur. Hún gætir
einnig sérstaklega að fyrirætlunum um ný prestsembætti önnur en
sóknarprestsembætti, einkum utan Reykjavíkur, vegna réttar slíks prests á
prestssetri samkvæmt lögum. Þá hefur stjómin gætur á breytingum á öðmm
lögum og reglum, sem geta varðað viðfangsefni stjómarinnar beint eða
óbeint.
Stjómin mun leitast við að sjá til þess að prestsembætti sem lögboðið
prestssetur fylgir, verði ekki auglýst án þess að fram komi að umsækjendur
geti kynnt sér þau réttindi og þær skyldur sem fylgja embættinu gagnvart
prestssetrinu.
Um heimildarskjöl
16. gr.
Sjóðsstjóm gerir almennt byggingarbréf fyrir prestssetursjarðir og
almennan samning vegna prestsbústaða. Hið almenna byggingarbréf og
hinn almenni samningur ásamt reglum þessum skal liggja ffamrni á
biskupsstofu og hjá próföstum til sýnis fyrir umsækjendur um prestsembætti
þar sem prestssetur fylgir.
A gmndvelli þessara skjala skal gerður samningur milli prests og
prestssetrasjóðs um umráð og afnot prests af prestssetri.
Um ásýnd prestssetra o. fl.
17. gr.
Stjóm prestssetrasjóðs ákveður, að höfðu samráði við hlutaðeigandi
prest og prófast, svo og vígslubiskup, ef því er að skipta hvemig ásýnd
(fýrirkomulag) prestsseturs er, bæði að utan og innan. Með ásýnd
prestsseturs er átt við hvemig útlit þess er, svo sem eins og staðsetning
húsa, litir þeirra, girðingar, innréttingar, gerð og staðsetning
biffeiðageymsla, biffeiðastæða, allt efnisval o.s.frv.
Stjóm prestssetrasjóðs ákveður hvemig umbúnaður á prestssetri er,
vegna ferðaþjónustu, fomminja, náttúmminja og annars þess háttar, sem
265