Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 274
1994
25. KIRKJUÞING
14, mál
5. Hlíðarvegur 71, Ólafsfirði, Ólafsfjarðarprestakalli, Eyjaijarðarprófastsdæmi
6. Hólavegur 17, Dalvík, Dalvíkurprestakalli, Eyjafjarðarprófastsdæmi
Ennfremur óskast heimild til kaupa á húsum á sömu stöðum í þeirra stað. Þó
verður ekki keypt hús í stað Bólstaðar.
Ennfremur óskast heimild til kaupa á prestsbústað á Hellissandi.
Ástæðan fyrir beiðni þessari er sú að prestssetur þau sem hér um ræðir þykja
ekki uppfylla þær kröfúr sem þykir mega gera til prestssetra einkum að því er varðar
ásigkomulag, stærð og/eða staðsetningu í þéttbýh. Sums staðar þykir mega skoða
möguleika á að skipta um húsnæði fremur en að ráðast í kostnaðarsamar ffamkvæmdir
við endurbætur.
Bólstaðun
Húsið er byggt árið 1964 og er 342 fin að stærð, ein hæð og kjallari.
Bifreiðageymsla er sambyggð við íbúðarhús. Skrifstofa prests er ekki sérgreind frá
íbúð. Húsið þarfnast ýmissa endurbóta.
Prestsbústaður þessi hefúr ekki verið setinn af presti í nokkur ár. Húsið hefúr
verið leigt út og hefúr leigjandinn gert á því nokkrar endurbætur. Prestsbústaðnum
fylgir ekkert jarðnæði. Umhverfis húsið er afinörkuð lóð um 1 hektari, en talið er að
ekki hafi verið gerður formlegur leigulóðarsamningur um húsið. Samkvæmt því er
prestsbústaðurinn lóðarréttindalaus.
Húseign þessi þykir ekki hentug sem prestsbústaður bæði vegna þess hve stór
hún er og eins þykir staðsetning eignarinnar ekki góð að öllu leyti. Þykir borga sig fyrir
prestssetrasjóð að losna við umönnunarskyldu á .þessari eign, eins og málum er komið.
Komi til sölu hússins, verður gerður áskilnaður um kauprétt til handa prestssetrasjóði
ef sóknarprestur óskaði seinna meir eftir að fá húsið afhent, þar sem þetta er lögboðið
prestssetur. Sóknarpresturinn, sem býr nú á Blönduósi, sr. Stína Gísladóttir hefúr
falhst á þessa ráðstöfún fyrir sitt leyti.
Túngata 6, Suðureyri.
Prestsbústaður að Túngötu 6, Suðureyri er 251 fin að stærð, steinsteypt,
kjahari, hæð og ris og er húsið kynt með hitaveitu.
Bifreiðageymsla er stakstæð og er hún í slæmu ásigkomulagi.
Prestsbústaður þessi er ekki setinn eins og er, en núverandi sóknarprestur sr.
Sigríður Guðmarsdóttir hefúr fengið lausn frá starfi sínu frá og með næstu áramótum
að telja.
Prestsbústaðurinn þykir of stór og óhagkvæmur í rekstri auk þess sem
kostnaðarsamar endurbætur þurfa að fara fram á kjallara. Lóð umhverfis húsið er mjög
stór og erfið í umhirðu. Þykir því stjóm prestssetrasjóðs rétt að athuga hvort finna
megi betra og hagkvæmara prestssetur á Suðureyri og selja þetta þá þess í stað.
269