Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 30
1994
25. KIRKJUÞING
1. mál
Sér þess þá líka stað, þegar austur er komið, að meira hefiir verið gert en flytja
ræður og fjalla um mál. Hús hafa risið, bæði fyrir organista dómkirkju og
prestakallsins alls og nú í sumar tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús fyrir rektor
skólans. Þá hafa einnig farið ffam endurbætur á embættisbústaðnum, þegar
vígslubiskup flutti austur, og málað var, áður en nýja fjölskyldan flutti inn í sumar.
Þá hefiir glerskáli verið reistur framan við matsal skólans og verið er að kanna
möguleika á því að reisa fleiri byggingar við skólann. Þá skal því ekki gleymt, að
ráðherra lagði fram fé til þess að malbika bílastæðið milli kirkju og embættisbústaðar
og fyrir framan skólann og er mikil bót að því. Þá hefur einnig verið bætt við
húsnæði Skálholtsbúða og skálar málaðir. Gengið var frá aðalskipulagi staðarins,
og var mikill vandi í tengslum við heimreiðina að staðnum, og nú er verið að leggja
lokaverk í deiliskipulag Og er mjög brýnt að ganga frá því sem allra fyrst.
Hinn nýi vígslubiskup í Skálholti, séra Sigurður Sigurðarson sem hér er enn
boðinn velkominn til starfa hefur fundað með kirkjuráði. Féllst hann fyrir sitt leyti á
samkomulag það, sem gert hafði verið við séra Jónas Gíslason varðandi ábyrgð
vígslubiskups í umboði biskups og kirkjuráðs og forystu hans í málefiium Skálholts.
Enda er gert ráð fyrir endurskoðun þessa samkomulags þegar á næsta ári, og því
gott fyrir hin nýju vígslubiskupshjón, séra Sigurð og frú Amdisi, að nota tímann til
að gaumgæfa samninginn og koma með tillögur sínar að fenginni nokkurri reynslu.
Kirkjuráð hélt kveðjuhóf fyrir séra Jónas Gíslason og frú Amffíði
Ammundsdóttur í Skálholtsskóla. Þar vom ræður fluttar og gjafir færðar í ágætum
fagnaði. Vil ég hér enn þakka séra Jónasi og frú Amffíði hugsjónagleði þeirra og
ást á Skálholti og kirkju Islands.
Þá vil ég einnig geta þess, að ég hef fundað með vígslubiskupunum báðum á
formlegum fundi í biskupsgarði 28. sept. s.l. og er hann liður í slíku reglulegu
fundahaldi. Var þar litið til baka allt til þeirra breytinga, sem á urðu varðandi
vígslubiskupa með lögunum 1990 og þá ekki síður fJam á leiðina. Munu
vígslubiskupar leggja fJam starfsáætlun á næsta fundi ásamt áætlaðri kostnaðarþörf.
En mikil bót er að því, að í tillögum til fjárlaga er nú sérstakur liður ætlaður
vígslubiskupsembættunum og nemur 3 milljónum fyrir hvort þeirra. Er þetta í fyrsta
skiptið, sem svo er staðið að verki, en fJam til þessa hefur verið greitt úr fJamlagi til
biskups Islands vegna starfa vígslubiskupa. Gerir þessi nýja leið vígslubiskupum
auðveldara fyrir með áætlun, hvað starfið áhrærir, ferðalög og fundahöld.
25