Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 217
1994
25. KIRKJUÞING
13. mál
Um afnota- og ráðstöfunarrétt prests á prestssetri
3. gr.
Prestur hefur öll lögmæt og eðlileg afoot prestsseturs, meðan hann
gegnir prestsembætti. Prestur hirðir arð af prestssetri og hlunnindum sem
því kunna að fylgja nema sérstaklega sé undanskilið með lögum, samningi,
eða með öðrum lögmætum hætti.
Prestur getur eigi ráðstafað prestssetri eða réttindum sem því
tengjast, þannig að bindi prestssetrasjóð og/eða þannig að ráðstöfun gildi
lengur en hann gegnir embætti sínu, án samþykkis stjómar prestssetrasjóðs
og annarra lögmæltra aðilja hverju sinni. Prestur getur heldur ekki, án
samþykkis stjómar prestssetrasjóðs, gert löggeminga sem fela í sér
óeðlilega ráðstöfun prestsseturs, miðað við eðlileg og hefðbundin not þess.
Alla löggeminga, sem fela í sér varanlega skerðingu eða breytingu á
prestssetri, ásýnd þess - eða viðbætur við prestssetrið - gerir stjóm
prestssetrasjóðs, svo og löggeminga vegna réttinda sem undanskilin kunna
að vera afnotarétti prests.
Um smávægilegar lagfæringar og úrbætur á prestssetrum
4. gr.
Prestur ábyrgist og kostar minniháttar lagfæríngar og úrbætur sem
verður þörf á á prestssetri vegna venjulegrar notkunar á því.
Ef slíkra framkvæmda verður þörf vegna laklegs ástands
prestsseturs, sem presti verður ekki gefin sök á, eða þeirra er oftar þörf en
eðlilegt má telja, miðað við aðstæður allar, má þó undanskilja prest ábyrgð
og kostnaði á því.
Stjóm prestssetrasjóðs og prestur geta samið annan veg, ef ástand
prestsseturs eða fyrirhugaðar framkvæmdir gera ffamkvæmdir samkvæmt 1.
mgr. óþarfar eða ónauðsynlegar.
Ef þriðji maður hefur afnot hluta prestsseturs, samkvæmt löglegri
skipan, má semja við hann um að sinna skyldum samkvæmt 1. mgr. svo og
viðhaldi eignarhlutans, eins og við á, en það leysir prest ekki undan skyldu
samkvæmt 1. mgr., að því er þann hluta prestssetursins varðar, nema
samningur varði réttindi sem undanskilin em rétti prests til prestsseturs.
Prestur skal jafiiframt gæta þess, eftir því sem hann hefúr tök á, að
nægilega tryggt sé í samningum að viðhaldi eigna á prestssetri í eigu þriðja
manns, sem þar eru samkvæmt lögmætri skipan, sé sinnt sómasamlega.
212