Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 145
1994
25. KIRKJUÞING
3. mál
frumvarpsins, ef að lögum verða, á engan hátt ætlað að breyta fjárhagslegum skyldum
ríkisvaldsins við þjóðkirkjuna, þótt sjálfstæði hennar um innri málefiii verði aukið frá því
semnú er.
13. mgr. er lagt til, að skím í nafiii heilagrar þrenningar eða skráning í þjóðskrá veiti
aðild að þjóðkirkjunni. Eigi er skilyrði að skím hafi farið fram innan vébanda þjóðkirkjunnar,
þar eð þjóðkirkjan viðurkennir hveija þá skím sem framkvæmd er í nafiii heilagrar
þrenningar.
TT kafli
í þessum kafla fiumvarpsins birtast meginreglur þess um réttarstöðu íslensku
þjóðkirkjunnar, en þær meginreglur styrkjast síðan af ýmsum öðrum ákvæðum
frumvarpsins, er staðfesta þær áherslubreytingar á lögvörðu réttarsambandi milli ríkis og
þjóðkirkju, er lýst var i hinum almenna hluta þessarar greinargerðar. Lögð er áhersla á, að
ákvæði þessi séu í stuttu og hnitmiðuðu formi, þannig að höfuðatriðin séu hveijum manni
ljós.
Um 2. gr.
I 1. mgr. greinarinnar er mælt fyrir um sjálfstæði eða sjálfræði íslensku
þjóðldrkjunnar gagnvart ríldsvaldinu. Birtist þar sú höfuðstefiia, sem allt meginefiii
frumvarps þessa byggist á og sem fyrr hefiir verið lýst. Sérstaklega er þó tekið fram, að
þessu sjálfræði setji löggjafinn tiltekin mörk, sem felast einkum í ýmsum öðrum ákvæðum
frumvarpsins, er síðar verður ijallað nánar um, sbr. t.d. ákvæði 4. gr. um tilsjónarvald
kirkjumálaráðherra.
Sjálfstæði íslensku þjóðkirkjunnar skv. 1. mgr. væri í reynd lítils virði ef eigi væri
tryggt að lögum, að þjóðkirkjan, sóknir hennar og stofiianir, sem hafa nægilegt sjálfstæði
gagnvart kirkjustjóminni, njóti m.a. fiillkominnar eignhelgi í skilningi 67. gr.
stjómarskrárinnar. Tekur því ákvæði 2. mgr. af allan vafa í því efiii, en eigi þykir ástæða til
þess að fjalla nánar um það í ákvæðinu, hveijar þær stofiianir þjóðkirkjunnar eru, sem
sjálfstæðrar eignhelgi geti notið, en um það efhi vísast til viðurkenndra meginreglna
eignaréttar um lögvarða aðild að eignarréttindum. Þess skal sérstaklega getið, að ákvæði
þetta stendur í nokkrum tengslum við ákvæði 65. gr., þar sem kveðið er á um eignarrétt að
kirkjujörðum og kirkjuítökum.
Um3. gr.
I framhaldi af því ákvæði 2. mgr. 1. gr., að ríkisvaldinu beri að styðja og styrkja
íslensku þjóðkirkjuna, er nauðsynlegt að kveða nánar á um fjárhagslega skuldbindingu
ríkisvaldsins gagnvart þjóðkirkjunni, svo sem hér er gert. Er við það miðað, að ríkisvaldið
tryggi, í formi fjárveitingar á fjárlögum ár hvert, fjárffamlag sem nægi til reksturs
þjóðkirkjunnar eftir að teldð hefur verið tillit til annarra tekjustofha hennar, sem bæði geta
verið lögbundnir sem ólögbundnir. í gildandi löggjöf um ýmsa starfsþætti þjóðkirkjunnar er
kveðið á um sérstaka tekjustofiia hennar eða tiltekinna stofiiana hennar eða starfseininga,
sbr. t.d. ákvæði í lögum nr. 91/1987 um sóknargjöld, í lögum nr. 138/1993 um
kirkjumálasjóð og í lögum um prestssetur nr. 137/1993, og gerir frumvarp þetta ekki ráð
140