Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 236
1994
25. KIRKJUÞING
13, mál
Þegar þessi sjónarmið hafa verið virt er fyrst grundvöllur til að
ákvarða fjárhæð leigu. Hugsanlegt væri að bera saman önnur leigukjör sem
viðgangast á almennum markaði, en þá verður að gæta þess að bera ekki
saman óskylda hluti. Auk þess verður að hafa í huga að samanburður getur
verið vafasamur vegna þess að naumast er til að dreifa eignum sem hafa
sama hlutverk og sömu stöðu og prestssetur. í einu tilviki virðist þó mega
jafiia prestssetrum til annarra eigna, en það er þegar um prestssetursjarðir er
að ræða, þó að íbúðarhúsum á þeim jörðum undanskildum. Þegar um jarðir
í opinberri eigu er að ræða hefur almennt verið stuðst við þá reglu, sem ffam
kemur í 32. gr. og 33. gr. ábúðarlaga að gjalda beri árlega 3% af
fasteignamati eignarinnar í eftirgjald, enda ber samkvæmt 15. gr. laga um
skráningu og mat fasteigna nr. 94, 20. mai 1976, opinberum aðilum og
öllum stofiiunum þeirra í viðskiptum og hvers konar verðmætisviðmiðunum
að nota upplýsingar fasteignaskrárinnar sem grundvöll viðskipta sinna eftir
því sem við getur átt. Ekki verður annað séð en að styðjast megi við þessa
reglu að því er varðar prestssetursjarðimar einnig. I sjálfu sér er ekki sá
eðlismunur á þessum jörðum og prestssetursjörðunum og hlunnindunum
sem báðum þessum flokkum jarða kunna að fylgja, að skipt geti máli.
Jarðimar em fyrst og ffemst nýttar til búskapar, eins og fyrr segir, þótt
vissulega hafi dregið úr því. Hvort ábúandinn er prestur eða bóndi skiptir í
sjálfu sér litlu máli í þessu sambandi. Arðsemi og not þessara eigna em eða
geta verið hin sömu í báðum tilvikum. Það skiptir í sjálfu sér litlu máli hvort
sá sem nytjar æðarvarp er bóndi eða prestur. Ekki sýnast sérstök rök til
þess að hafa mismunandi endurgjald fyrir þessar eignir. Því er einfaldlega
lagt til að endurgjald fyrir jarðir verði hið sama og þegar um aðrar jarðir í
opinberri eigu er að ræða. Eins og áður var getið um þykir æskilegt að
reglur um leigugjald séu sanngjamar, samræmdar, einfaldar og leigugjald
taki mið af verðmæti og ástandi eigna. Sá mælikvarði á verðmæti eigna í
þessu sambandi er vandfiindinn sem er betri en fasteignamat eigna. Að
sjálfsögðu er þó forsenda að það sé endurskoðað reglulega. Þykir því af
þeim ástæðum æskilegt að styðjast við það við ákvörðun á leigu fyrir
íbúðarhús og biffeiðageymslu á prestssetri einnig. Vissulega má hugsanlega
styðjast við bmnabótamat, en það er reiknað á öðmm forsendum, sem aftur
getur skapað ósamræmi, auk þess sem reglumar verða þá flóknari og öll
ffamkvæmd þeirra. Þykir því eðlilegt að miðað sé einnig við fasteignamat
íbúðarhúss og biffeiðageymslu, sem gmndvöll leigu, enda gengið út frá því
að verðmæti eigna og ástand hafi áhrif á leigukjör. Með hliðsjón af þeim
231