Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 298
1994
25. KIRKJUÞING
22. mál
sögu, þar sem í reynd var a.m.k. í sumum tilfellum um kaupa eða makaskipti á húsum
að ræða.
Þá átti nefndin fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Þorsteini Pálssyni, 8.
febrúar 1994. Á þeim fundi:
- ítrekaði nefhdin kröfu sína ffá 17. september 1992, um að „...þegar verði sala og
önnur ráðstöfun kirkjujarða, prestssetra og prestssetursjarða, svo og jarðahluta og
ítaka, er þeim heyrir til, stöðvuð af hálfu ríkisins, meðan viðrœður eiga sér stað milli
nefnda ríkis og kirkju um kirkjueignimar. Verði lagaheimilda aflað, ef ekki reynist
mögulegt að koma þessu við með einhliða ákvörðun stjómvalda
- lagði nefndin áherslu á, að ágreiningur um hvað gera eigi við ffamleiðsluréttinn
búmarkið, þegar söluverð jarða er metið, knýi enn ffekar á um að stöðva sölu
kirkjujarða, þar til viðræðum er lokið.
- lýsti nefndin því áliti að setja þurfi á ný sérstök lög um kirkjujarðir og sölu þeirra, þar
sem tekið verði tillit til hlutverks og sérstöðu þessara jarða, og hvort heldur ábúendur
eða sveitarfélög eiga í hlut, og þar sem iarðimar verði nánar flokkaðar þegar sala
kemur til álita.
- minnti nefndin á niðurstöðu hinnar eldri kirkjueignanefhdar (sbr. bréf dags. 2. febr.
1993), að vafi leiki á að „óvéfengjanleg lagaheimild” sé til að selja sveitarfélögum
kirkjujarðir.
- reifaði nefndin þá hugmynd að endumýjaður verði „sáttmálinn” milli rikis og kirkju
frá 1907, á þann veg að kirkjujarðimar, sem höfuðstóll kirkjunnar, (seldur sem óseldur)
tryggi fost laun presta og annan starfskostnað kirkjunnar eftirleiðis eins og var hlutverk
þessara eigna alla tíð.
- kynnti nefndin fyrir ráðherra eftirfarandi samkomulag viðræðunefndanna um
vinnureglur við sölu kirkjujarða og skil til kristnisjóðs er send vom kirkjuráði, og vænti
þess að það fengi sem fyrst formlega afgreiðslu hjá ráðuneytunum.
II. Samkomulag um vinnureglur við sölu kirkjujarða og skil til
kristnisjóðs.
„Viðræðunefndir ríkis og kirkju um ffamtíðarskipan kirkjueigna í landinu hafa
komist að eftirfarandi samkomulagi um vinnureglur við sölu kirkjujarða:
1. í samræmi við 10. tölulið 9. gr. reglugerðar nr. 9/1969 um Stjómarráð íslands
tekur landbúnaðarráðherra að höfðu samráði við fulltrúa kirkjuráðs ákvörðun
um hvort hinar sérstöku lagaheimildir um sölu á kirkjujörðum skuli nýttar og
fjallar um beiðnir ábúenda kirkjujarða, sem hafa öðlast kauprétt á þeim skv.
38. gr. jarðalaga nr. 65/1976, með síðari breytingum.
2. Samkvæmt lögum um kristnisjóð nr. 35/1970, skal andvirði kirkjujarða,
annarra en prestssetuijarða, sem seldar em eftir gildistöku laganna, renna í
kristnisjóð. Andvirði kirkjujarðar verður að skýra hér sem þann hluta
söluverðs kirkjujarðar, sem svarar til landverðs, hlunninda, kúgilda,
293