Gerðir kirkjuþings - 1994, Blaðsíða 311
þinna... Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós”. Og bænarákalli fylgir
lofgjörðin: “Lát miskunn þína haldast við þá er þekkja þig, og réttlæti þitt við þá sem
hjartahreinir eru” (DS. 36,8n). Þessi boðskapur er ævinlega ferskur, svo að ekki fellur
á. Maðurinn breytist ekki, þótt hið ytra sé ólíkt ffá einni kynslóð til annarrar og frá
einni öld til annarrar. Við erum föst í sjálfselsku syndarinnar, og það er aðeins fyrir náð
Guðs í Jesú Kristi frelsara okkar, sem við losnum úr þeim viðjum. Æðsta hlutverk
kirkjuþings er því að boða Krist, krossfestan og upprisinn, sýna undirbúning að komu
hans eins og sálmamir gera, benda á hann sjálfan og láta orð hans hljóma. Kirkjan er
umgjörð náðarinnar, farvegur hennar og tæki til framgangs og eflingar.
Það var spurt, hver talaði í nafiii kirkjunnar. Við erum að tala í nafni kirkjunnar,
hér á þinginu. Þingið hefúr því aðeins rödd, sem þess er vert að veita athygli, að það sé
kirkjan, sem hér er að tala. Og röddin má ekki þagna, þótt tillögur séu ekki lagðar
ffam, þótt formenn nefrida kalli ekki til fúnda, þótt ekki sé slegið í bjöllu til að kveðja
til starfa. Þið eigið áffam að láta rödd Krists óma í kirkju sinni, þennan þakkaróð vegna
miskunnar hans, þessa auðmýkt vegna smæðar okkar, en þó djarfleika vegna kærleika
hans.
Þetta þing og allt starf Þjóðkirkjunnar á að miðast við það eitt að tryggja að
sem flestir heyri rödd hins upprisna og fýrir náð hans hljóti blessun. Kirkjuþing er kvatt
saman og ekki síst nú á þeim árum, sem í hönd fara, með þau orð að leiðarljósi, sem
svo hljóma og enn vitna ég í sálmana kennda við Davíð: “Sæl er sú þjóð er á Drottin að
Guði, sá lýður er hann hefúr kjörið sér til eignar” (DS. 33,12).
I þjónustu við Guð og með heill þjóðar að leiðarljósi hefúr þetta þing starfað.
Blessi Guð verk okkar. Blessi Guð þingmenn alla, fjölskyldur og starfssvið hvers og
eins. Guð blessi kirkju sína, íslenska þjóð og mannkyn gjörvallt. Við heilsuðumst í Jesú
nafiii og helguðum honum hvem dag. Við kveðjumst einnig í Jesú nafni og þökkum
honum enn nálægð í heilögum anda.
306