Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 26
20
Bjöm Th. Bjömsson
Skimir
úlfurinn og refurinn hirðmenn, annar klæddur sem dóm-
inikani, hinn sem karmelítamunkur.
Þannig eru til dæmis hinir frægu kórstólar í dómkirkj-
unni í Lundi, — hið allra helgasta, þar sem djáknar og
kanokar áttu að eyða dögunum við tíðasöng og bænir, út-
skomir myndum úr dæmisögum Esóps. Ég sagði „áttu“, því
þegar kórstólamir vom teknir frá veggjunum til rannsóknar,
ekki alls fyrir löngu, kom í ljós, að þeir heilögu bræður höfðu
eytt bænatímum sínum á talsvert veraldlegri hátt. Bak við
stólana fundust eldgömul spil, töfl og máðir teningar.
Listamaður íslenzku Teiknibókarinnar gerir enga tilraun
til þess að skapa samfellt listaverk. Teikningar hans em upp-
drættir að myndum, sem hann hefur seinna ætlað að vinna,
— ekki aðeins til þess að mála á altarisbríkur eða skera í lík-
neski, heldur eru hér einnig gerðir, sem em tvímælalaust
ætlaðar fyrir silfurgröft, margs konar útskurð og jafnvel
saum. En það er einmitt af því, að þetta eru uppdráttar-
blöð, sem ekki hafa verið ætluð öðmm en honrnn einum,
að teikningamar em svo heinar og persónulegar. Stundum
finnum við, að hann er í þungu skapi, — þá verður túlkun
hans sársaukafull, eða hann skrifar bænarstúf í stað þess að
draga mynd. Og stundum gerir hann að gamni sínu.
Eins og ég nefndi áður, hefur hann að líkindum verið
munkur. Þekking hans á kirkjulegu táknmáli listarinnar er
það gagnger og ömgg, að varla getur verið um leikmann
að ræða. Og á þremur stöðum í bókinni hefur hann teiknað
krúnurakaðan munk, ungan og yfirlitsfríðan, sem liggur á
bæn innan um helga menn, — ekki ósvipað því, að lista-
maðurinn hafi haft sjálfan sig í huga. Einnig benda bæn-
imar til þess.
En þótt hann sé sannur listamaður miðaldanna og leynist
nafnlaus að baki verka sinna, kemur þó fyrir, að hann get-
ur ekki dulizt okkur með öllu. Á einum stað hefur hann
t. d. teiknað stóra flétturós yfir alla síðuna með andlit Krists
í miðjunni. Síðan hefur hann teiknað tvo litla menn, sinn
til hvorrar handar undir fléttunni, og halda þeir hvor í sinn
enda á fléttuborðanum. Annar þeirra situr flötum beinum