Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 158
148
Haraldur Matthiasson
Skirnir
eigin héraði, væri oft í vanda staddur, ef hann hefði engin
landabréf. Sá, er hefur þessa aðstöðu í huga við samanhurð
Landnámu við staðhætti, undrast ekki skekkjumar, heldur
hitt, hve fáar þær eru.
LANDNÁM OG HREPPAR.
Sá, er athugar mörk milli landnámanna og ber þau sam-
an við hreppamörkin á þessu svæði, hlýtur að taka eftir,
hversu mjög þessi tvenn mörk falla saman. Hefur áður ver-
ið á það minnzt, og skal nú vikið nánar að því.
Sagt er um Þóri Ásason og þá bræður, Hróðgeir spaka og
Oddgeir, að þeir hafi numið sérstaka hreppa, Kallnesinga-
hrepp (Sandvíkurhrepp) og Hraungerðingahrepp (Hraun-
gerðishrepp). Landnám og hreppur er hér í föstu sambandi
hjá höfundi Landnámu.
Landnám Hásteins Atlasonar hefur verið hinn forni Stokks-
eyrarhreppur. Landnám hans nær upp að Sandvíkurhreppi
og austur að Gaulverjabæjarhreppi. Að vísu er smáskiki út
við ölfusá, er ætla má, að hafi verið í landnámi Þóris Ása-
sonar, en vel hefði hann getað verið seldur milli jarða. Bær
er þar enginn. Að austan er Hróarsholtslækur og Baugsstaða-
síki í mörkum, að því undanteknu, að einn bær í Stokkseyrar-
hreppi, Hólar, stendur fyrir austan lækinn. Hefur áður ver-
ið á það minnzt (122. bls.). Rennur lækurinn gegnum landar-
eignina. Fyrir austan hann eru engjarnar, túnið og bærinn
sjálfur, en beitilandið fyrir vestan. Enginn annar bær á land
sitt báðum megin við lækinn. Þetta hefur mönnum þótt
kynlegt og hefur því fyrir löngu dottið í hug, að lækurinn
hafi áður fyrr runnið fyrir austan landareignina. Þó sér
þess engin merki, né heldur að bærinn hafi áður staðið fyr-
ir utan læk. Auðvitað getur vel hugsazt, að lækurinn hafi
fyllt gamlan farveg á þúsund árum, en þar sem engin merki
sér nú um slíkt, verður ekkert um það fullyrt.
Landnám Lofts gamla hefur verið því nær hið sama og
nú er Gaulverjabæjarhreppur. Sama athugasemd á þó við
um landamerki hans við Hróarsholtslæk og áður er gerð um
landnám Hásteins. Loftur nemur land upp að Súluholti.