Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 68
60
Magnús Már Lárusson
Skírnir
hinum fyrri, raunar nauðalíkur, en vatnsmerkið í homun
er annað. En þessi síðari pappír er sá sami, sem notaður er
í vísitazíubók Jóns biskups eftir 1710 og í bréfabók hans
árin ca. 1712 og eftir 1714, því að vatnsmerkin eru eins. En
hendumar tvær finnast einnig í þeim bókum.
1 þessari hreinskrift allri finnum vér þó nokkrar leiðrétt-
ingar á textanum með eiginhendi Jóns.
Þessir Páls pistlar Jóns biskups eru einnig, ásamt skýring-
unum, til í afskrift Bjöms Markússonar, gerðri eftir fmm-
riti 1741.
Þetta kemur þá ágætlega saman við vitnisburð Jóns Skál-
holtsrektors og Hannesar biskups.
En eigi em samt öll kurl til grafar komin.
1 Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn er varðveitt hand-
rit að Nýja Testamentinu með hendi frá 18. öld. 1 safn-
skránni er það merkt Ny kgl. S. nr. 10, fol. —- en Kálund
tilfærir ekkert um þýðinguna sjálfa eða þýðanda, og dr. Ame
Möller var ókunnugt um þetta handrit, er hann ritaði um
Vídalíns-postillu. Handrit þetta, ásamt fleiri merkum hand-
ritum, er nú sem stendur að láni hér á landi. Á því em tvær
hendur. Síðari höndin (bl. 254 o. áfr.) er sú sama og síð-
ari höndin á Lbs. 189, fol., en hin höndin finnst í bréfabók
Jóns. Pappírinn er hvítur og hreinn. Bleksandurinn situr enn
í skriftinni á seinni hluta handritsins, og bendir það til, að
það hafi lítið sem ekki verið lesið. Handritið er bundið í
vandað skinnband og stendur á kili Novum Testamentum
gulli letrað. Pappírinn er sá sami í öllu handriti þessu og í
síðari hluta handritsins Lbs. 189, fol., þvi að vatnsmerkin
em þau sömu. Stærðin má heita sú sama, 31,2X20,1 sm,
en Lbs. 189, fol. er 30,5X20 sm (hefur það verið bundið
upp aftur og skorið). í handritinu em 416 bl. Og er bl. 254
—416 = 162 bl. (einsog Lbs. 189, fol.) nákvæmt eftirrit
Páls-pistlanna, Lbs. 189, fol. með þeirri breytingu, að leið-
réttingar Jóns biskups í því handriti hafa verið færðar inn
í meginmálið. Textinn sjálfur er ritaður með settletri, en
skýringamar með fljótaskrift, og uppsetning sú sama og í
Lbs. 189, fol. Hin rit Nýja Testamentisins em rituð með