Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 239
Skímir
Ritfregnir
229
ið, hví fremur er t. a. m. sagt frá viðtökum Matthiasar á kvæðum Huldu
en annarra nýrra skálda, svo sem Guðmundar Björnssonar, Stefáns frá
Hvítadal, Davíðs Stefánssonar o. m. fl., eða því, að Einar Benediktsson
varð með þeim fyrstu til að viðurkenna skáldgáfu Gríms Thomsens o.
s. frv. Mér finnst höfundur gera of mikið úr því, hve langt Hannes
Hafstein hafi um síðir horfið frá bókmenntatrú stúdentsáranna, þótt um
það megi auðvitað deila. Og virðast má, að höfundur dragi fram of
einhliða algyðistrú og einhyggju Einars Benediktssonar. Vissulega var
það heimsdraumur Einars eða lífshugsjón, að öll tilveran væri einnar
ættar og hin gagnstæðustu öfl runnin „af sömu móttarlind". En þetta
var hjá honum fremur þrá en fullvissa, fremur viðleitni til samræm-
ingar en lokaniðurstaða. Þrátt fyrir ýtrustu átök orkaði hann ekki að
koma á til langframa þeirri samstillingu alheims, þeim samruna and-
stæðna, sem hann sá oft hilla undir, og lenti öllu fremur í tvíhyggju
(sbr. m. a. erindi Sigurðar Nordals um Einár 75 ára í Skírni 1940). Full-
fast þykir mér og að orði kveðið, þegar sagt er, að Einar hafi myndað
„skóla“, þótt víst hefði hann áhrif á ýmsa lund. En hann er fremur
siðasta — og efsta — greinin á þeim skáldameiði, sem upp kom með
Bjarna Thorarensen, en hann sé frjósproti að nýjum fjölgróðri.
Þannig mætti margar hugleiðingar skrifa í sambandi við þessa bók
Becks, er kemur svo víða við. En þar gæti orðið erfitt að setja sér tak-
mörk, og ritfregn þessi er þegar orðin lengri en til var ætlazt. Það er
og sízt ástæða til að orðlengja þetta mál í athugasemdaskyni, því að víð-
ast hvar virðist mér höfundur gera skáldunum góð skil og skrifa um
þau i senn af tilfinningu fyrir efninu og af skynsemi. Fátt er hér að
vísu verulega nýstárlegt og óvíða sérlega djúpt lagzt, enda stendur það
ekki til i tiltölulega stuttu yfirlitsriti. En hitt hefur oftast tekizt, sem
mest er um vert: að draga fram markverðustu einkenni skáldanna í
skýru máli og skilmerkilegu og gera allgóða grein fyrir helztu fyrir-
myndum þeirra og áhrifum. Auðfundið er, að höfundur hefur hér val-
ið efnisatriði og orðalag með könnun og yfirlegu. Og þeim mun lofs-
verðari er árangur hans, þegar hugleitt er, hve geysivandasamt hlutverk
hann hefur hér tekizt á hendur: að lýsa íslenzkri ljóðagerð á erlendu
máli, þar sem engum tilvitnunum verður við komið. Reynir höfundur
að bæta sér það nokkuð upp með efniságripum eða lýsingum einstakra
kvæða og þýðingum sundurlausra braglína, þótt það nái skammt til
hjálpar. Er ekki nema eðlilegt, að alloft noti hann sömu eða svipuð
einkunnarorð og orðasambönd í lýsingum sínum og mati. Stundum þyk-
ir mér hann þar nokkuð óspar á stóru orðin og mála með býsna björt-
um litum — líkt og Stefán Einarsson gerði — og einkum dreifa ljósi
sínu með fullmiklu jafnræði yfir réttláta og rangláta. En ýmsa skugga
setur hann í margar skáldamyndir sínar, sem skýra þær og skerpa, þótt
fáir séu djúpir. Og ekki skal það lastað, þótt þeir Stefán Einarsson og