Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 50
42
Sven B. F. Jansson
Skírnir
arinn fylgir nákvæmlega sama kerfi og nú tíðkast, þegar
hann ritar tölustafi og ártal. En í því táknakerfi, sem rúna-
ristarinn hefur notað, voru á miðöldum sérstök tákn fyrir
hundrað og þúsund, og það kerfi er ævinlega notað í varð-
veittum heimildum, þegar ártöl eru skrifuð — nema auð-
vitað á Kensingtonsteininum. Því aS rúnaristarinn hefur enga
hugmynd haft um þessi tákn. Allir ættu að geta verið sam-
mála um, að maður, sem ársetur rúnastein sinn þannig, að
hann skrifar ahr og síðan talnatákn þau, sem sjá má hér á
undan, hefur ekki sjálfur lifað á 14. öldinni. En úr því að
menn geta ekki verið sammála um þetta, ættu allir að minnsta
kosti að geta viðurkennt, að tölustafimir veita engin rök
fyrir því, að steinninn sé ósvikinn. Þeir sýna sannarlega,
eins og Thalbitzer orðar það, „óbundna, nútíðarlega afstöðu“.
Rannsókn prófessors Thalbitzers á Kensingtonsteininum hef-
ur verið hrósað — af Holand — fyrir nákvæmni, og þar eð
hann kemur hér fram sem norrænn málfræðingur (í sænsk-
amerískum blöðum er hann kallaður — af Holand — „pró-
fessor í norrænni málfræði við Hafnarháskóla“; það er vangá,
sem lítur út sem væri hún tilætlun), og þar eð hann hefur
sýnilega sannfærzt af greinargerð Holands, vil ég spyrja
hann, hvort hann hafi í nokkm atriði rannsakað heimildir
þær, sem Holand tilfærir í Westward from Vinland, bls.
177—186, sem rök fyrir því, að ártahð sé skrifað á 14. öld?
Er það í raun og sannleika skoðun próf. Thalbitzers, að heim-
ildir þær, sem Holand og hann nefna, verði notaðar til að
sanna, að tölustafir Kensingtonsteinsins og ártal sé rist á
14. öld?
Þá kemur máliS á þessari ristu, sem Holand segir að sé
„ef til vill hin mikilvægasta, sem nokkm sinni hefur fund-
izt af mönnum1'.1) Ekki hefur gildi málfræðilegrar rann-
sóknar hennar verið neitað af Holand: „Málið á ristunni, aðal-
tjáningarmeðal rúnaristarans, veitir eitt bezta tækifæri til
að reyna sanngildi ristunnar." 2)
1) The Kensington Stone, bls. 200.
2) The Kensington Stone, bls. 96.