Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 192
182
Björn K. Þórólfsson
Skírair
óbundins máls eins og rímumar, og í norðurenskum kvæðum
voru allmörg skáldmálsorð norræn að uppmna.1) Hafi Is-
lendingar þekkt til þessara ensku frásögukvæða, gætu þau
átt einhvern þátt í því, að rímumar fóm þær leiðir, sem
raun varð á.
Að því er bezt verður vitað, hefst rímnagerð um eða mjög
skömmu eftir miðja 14. öld. Elzta ríma, sem vitað er, að ort
hafi verið, er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar lögmann
Gilsson, og er líklegast eftir aldri Einars, að hiin sé ort svo
sem 1360. Hún er 65 erinda kvæði undir ferskeyttum hætti
og hefur geymzt í Flateyjarbók (skr. um 1390). Ekki er
vafi á því, að Ólafsríma sýnir elzta stig rímnagerðar. Hvort
sem litið er á dróttkvæði eða dansa, virðist bersýnilegt, að
sameigið afkvæmi þeirra bókmenntagreina, rímurnar, hafi á
fyrsta aldursskeiði sínu verið einstök kvæði undir ferskeytt-
um hætti. Efni Ólafsrímu er svo umfangsmikið í hlutfalli
við lengd hennar, að líkara er dróttkvæði en venjulegri rímu,
og má nálega segja, að bragarhátturinn einn skipi henni í
flokk með rímum. Engar líkur eru til þess, að fyrr hafi verið
ortar rímur, enda er Ólafsríma ekki meiri skáldskapur en
svo, að Einari Gilssyni er trúandi til að yrkja hana án þess
að hafa eldri fyrirmyndir, þó að hann væri ekki mikið skáld.
Auk Ólafsrímu er Skiðaríma eina staka ríman, sem til
er frá öldunum fyrir siðaskipti, og er hún einnig undir
óbreyttum ferskeyttum hætti. Lengst af töldu menn hana
orta á dögum Bjamar Einarssonar Jórsalafara (d. 1415), en
svo gömul mun hún ekki vera. Hún er skopstæling á ýkju-
sögum og rímum, en menn skopstæla ekki nýja bókmennta-
grein, enda mundi slíkt ekki ná tilgangi sínum. Eftir því sem
næst verður komizt um sögu rímnagerðar, er ólíklegt, að skop-
stæling eins og Skíðaríma sé ort fyrr en um miðja 15. öld.
Jón Guðmundsson lærði og Björn á Skarðsá nefna höfund
hennar Einar fóstra, og verður því ekki með öllu hafnað, en
um hann er að öðru leyti ekkert kunnugt.
Þegar litið er á eldri rímur og yngri, virðist augljóst mál,
1) W. A. Craigie: The Romantic Poetry of Iceland, bls. 10—12.