Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 254
244
Ritfregnir
Skímir
á haldi. Nefnir Griffith siðan nokkur dæmi um orðaval Chaucers og
reynir að sýna, hvað ráða megi af því um manninn sjálfan.
1 greininni Grundtvig: Stimulus to Old English Scholarship eftir David
J. Savage er lýst áhuga Grundtvigs, hins danska fjölfræðings og stjóm-
málamanns, á engilsaxneskum hókmenntum og eggjanarorðum hans við
enska fræðimenn að hefjast handa um útgáfu þeirra og rannsóknir. Er
margt hressilegt í grein þessari.
Svipuð að efni er greinin Longfellow’s interest in Old English eftir
Henry Bosley Woolf, en Longfellow varð einna fyrstur til að vekja
ameríkska fræðimenn til skilnings og rannsókna á engilsaxneskum bók-
menntum með ritgerð sinni um þær í North American Review 1838.
1 greininni English words with constituent elements having indepen-
dent semantic value fjallar Allen Walker Read um einn þátt hinna svo-
nefndu alþýðuskýringa („folk etymology"), sem reyndar verða ekki ætíð
kenndar alþýðunni, heldur henda jafnt lærða sem leika. Eyrað gripur
einhvern orðshluta öðrum fremur, sem síðan vekur ákveðnar rangar hug-
myndir og litar allt orðið. Það heyrir hust í robust, devil í devolution,
belly í bellicose o. s. frv. Getur margt orðið spaugilegt og reyndar alvar-
legt af þessum sökum, og er þetta eflaust segin saga í flestum tungu-
málum. Þá má og ekki gleyma því, að skáld og rithöfundar ganga iðu-
lega á þetta lagið, svo að úr verður einhvers konar orðaleikur eða gáta,
er hreinasta þraut getur orðið að leysa.
Loks skal hér getið 2ja greina, er fjalla um mjög athyglisverð efni.
Heitir hin fyrri The birth of new verbs og er eftir H. L. Mencken, en
hin síðari New meanings in current English eftir Eston Everett Ericson.
—• Minnist H. L. Mencken fyrst á þá hleypidóma, sem nýyrði á ýmsum
öldum hafi átt við að stríða, og sýnir dæmi þess úr enskri málsögu.
Ræðir hann síðan nýmyndun sagna í ensku og einkum þann flokk þeirra,
sem myndaður er af nafnorðum óhreyttum. Telur höfundur, að ein höfuð-
ástæðan til slíkra nýmyndana sé þörf manna til að stytta sér leið, spara
sér orð svo sem i to contact í staðinn fyrir to make contact with og
to process fyrir to subject to the process of o. s. frv. Er hin mikla mergð
slíkra myndana og sú vaxandi dirfska, sem í þeim felst, eitt af sérkenn-
um ameríksks nútímamáls, en þessi vöxtur málsins og annar með þeim
ódæmum, að líkja megi honum á stundum við krabbamein. Margt fleira
segir Mencken athyglisvert, þótt hér verði ekki rakið.
í siðari greininni er rætt um framkomu nýrra merkinga, hvernig
frummerkingin fyrnist iðulega og ný og ný blæbrigði myndast. Getur
þetta allt verið með felldu, en hættan þó sú, að málið verði óskýrara
og málvitund manna sljóvgist. Tekur höfundur nokkur orð úr ameríksku
nútíðarmáli, sýnir merkingarbrigði þeirra bg hver ringulreið er komin
á notkun þeirra. Sér hann ekki fram á annað en þessi merkingarbrigði,
sem hann sýnir, og auðvitað sægur annarra muni öðlast þegnrétt í orða-
bókum framtíðarinnar.