Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 267
Skírnir
Ritfregnir
25 7
sem hæst, verður sigurvíman að taumlausu mikilmennsku-brjálæði, hug-
sjónir og fólska soðna saman i einn allsherjar glundroða í heila hans;
hann skorar á alla, sem vilji vinna að því að skapa nýjan og betri
heim, að slást í lið með sér; og undirritar skjöl sín: „Gefið út á aðsetri
bráðabirgðaheimsstjórnar Vorrar, höfuðslotinu Litluhorg.“
Þessi viðhurðaríka, stórfellda harmsaga skal ekki lengra rakin hér.
Hún var skrifuð fyrir meira en öld, en manni finnst hún hefði getað ver-
ið samin eftir viðburði síðustu tíma.
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi heldur gamalli tryggð við Knut
Hamsun. Að Haustnóttum er fjórða bókin, sem hann þýðir eftir hinn
norska snilling. Þýðing hans á „Viktoríu" var á sínum tíma fegursta
skáldsögu-þýðing á íslenzku, og er það sennilega enn. Fínleiki stílsins
og göfgi málsins er hin sama í hinum þýðingunum, en „Viktoría" er
dásamlegasta verk Hamsuns Og liklega fegursta ástarsaga í bókmennt-
um heimsins.
1 sögu þeirri, sem nú birtist á íslenzku, er Hamsun staddur á vega-
mótum; hann finnur haustið nálgast, hin gullnu verk yngri áranna eru
löngu skrifuð, og æsingur blóðsins er að kyrrast. Draumar hans og æfin-
týr höfðu hingað til verið yrkisefnið í öllum hans beztu sögum; og enn
hafði hann ekki öðlazt þá ró, sjálfsgleymsku og heiðríkju hugans, sem
til þurfti, svo að hann fengi skrifað hinar breiðfelldu, mannmörgu þjóð-
lífslýsingar, sem áttu eftir að verða afrek efri áranna.
Hann dregur enga dul á, að sagan er um sjálfan hann, þegar hann
nálgast fimmtugt. Hann er leiður á bæjarlífinu, í bili, kaffihúsunum,
menningunni, og sjálfum sér, og hvorki ungur né gamall. Veit ekki,
hvað hann á af sér að gera; fer út á landsbyggð og lætur ráðast, hvað
verða vill; tekur að flakka um sveitina með þeim félögum, sem hann
eignast, og vinna hitt og annað á bæjunum, eins og þegar hann var
ungur óþekktur verkamaður. Og hvað gerist? Það gerist svo sem ekkert
— ekkert, sem skiptir máli. Sagan er einmitt um þetta — að það ger-
ist ekki framar neitt í lifi skáldsins, ekkert, sem komi honum til þess
að æða fram á nætur í sorg eða gleði og fremja undarlegustu glappa-
skot af því að hann er drukkinn af hamingju eða af örvæntingu — sagan
er um það, að ekkert slikt gerist lengur, og skilst ekki nema maður
þekki fyrri bækur skáldsins. Hann er orðinn annar, orðinn rólegur; þá
er að taka þvi. Hatari ellinnar, söngvari ástarinnar horfir á móti vetr-
inum, með karlmannlegan, orðlausan söknuð í hjarta, og reynir að brosa.
Þessi saga er kannske ein af minni háttar bókum Hamsuns. En stór-
um skáldum einum er það gefið að segja svo frá sem hér er gert, þannig
að allt skiljist, sem vandlegast er um þagað.
1 Nóa Nóa segir annar listamaður frá flótta sínum frá borgum og
menningu, einn af frægustu málurum Frakia á síðustu öld, Paul Gau-
17