Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 47
Skímir
Rúnasteinninn frá Kensington
39
fræðimanni, Erik Moltke; vert er að hlýða orðum hans um
þetta mál, því að hann er rúnafræðingur. Hann tekur til
meðferðar það, sem hann telur sig geta dæmt um, nfl. mynd
rúnanna. Rannsókn þessi er ekki gömul, hún var prentuð
í danska blaðinu lnformation 9. nóv. 1949. Moltke hendir
m. a. á, að það „gildir um allar rúnaristur frá miðöldum,
bæði í Danmörk, Noregi og Svíþjóð, að greina má jafna þró-
un allt frá því snemma á víkingaöld og til hinnar yngstu
ristu, ekki aðeins um mynd rúnanna, heldur og í máli. All-
ar miðaldaristur á Norðurlöndum eru með einu marki hrennd-
ar; það er svo föst regla, að ef rista brýtur á móti henni, er
hún af þeirri ástæðu mjög grunsamleg. Um 1100 var gerð
breyting á rúnastafrófinu, og var það fyrir áhrif frá latínu-
stafrófinu; rúnirnar voru áður 16 eða 19, en urðu nú eins
margar og stafir í latínuletri. Þá voru sumar rúnirnar gerð-
ar einfaldari. a, sem í víkingaaldarstafrófinu var lóðréttur
höfuðstafur með skástriki þvert yfir, varð nú að höfuðstaf
með kvisti öðrum megin, þ. e. skástrikið náði ekki lengur
þvert yfir; hin gamla mynd rúnarinnar var þó varðveitt,
en hún fékk merkinguna œ. Á sama hátt fór um n. En hér
hvarf þverstrikaða myndin, eftir 1100 var aðeins að ræða
um höfuðstaf með kvisti. Lítið nú á Kensingtonsteininn og
sjáið, hvílíkt afskræmi a-rún hans er, og veitið því þessu
næst athygli, að þó steinninn segist vera frá 1362, er þar
eigi að síður notuð þverstrikuð n-rún, sem hvarf um 1100 . . .
Ekki batnar, þegar viðurkenna verður, að næstum helming-
urinn af rúnum steinsins hefur mynd, sem ekki tíðkast í
rúnastafrófinu á miðöldum. Þegar hann var að húa þessi
nýju tákn til, hefur hann brotið á ýmsan hátt í hága við
kerfi rúnanna, en um það skal þó ekki fjallað hér nánar . . .
Svo mikið kapp leggur Kensington-ristarinn á að fá sem
fullkomnast rúnastafróf, að hann býr líka til j-rún. Það
hefði hann ekki átt að gera. Því er nefnilega svo háttað, að
bókstafurinn j er nýmyndun í latneska letrinu (eins og v).
Báða þessa bókstafi fann franski heimspekingurinn Petrus
Ramus upp á 16. öld, og ef mönnum er ekki nóg að hafa
mig fyrir því, þá geta þeir lesið um það í bókum hans sjálfs,