Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 246
236
Ritfregnir
Skírnir
á Þýzkalandi Hitlers. Vera má, að „menningar“-frömuðir Hitlers hafi
lokað augum af því, að þeim þótti það vita lítt hættulegra stórtíðinda,
þótt gamall maður sæti í bókasafnshorni og rekti öfugmælavísur 17.
aldar aftur til Carmina Burana á 12.—13. öld og þaðan aftur til hinna
grísk-rómversku adýnata-impossibilia, og það þótt hann spynni svo lop-
arm allt fram á þessa öld og tengdi hann við surrealisma nútímans.
Slíkt grúsk, slíkt fálm eftir þráðum, er tengdi hina klassisku fomöld
við miðaldir og síðan við nútímann, gat tæplega virzt hættuleg iðn. En
gutta cavat lapidem, kenndi mér sá blessaði latínumaður, sr. Guttormur
Vigfússon í Stöð, og svo marga þáttu hefur Curtius nú rakið frá forn-
öld til nútímans gegnum miðaldimar, að úr hefur orðið rit, sem virð-
ist geta orðið straumbrjótur í hugsun manna um samhengið í bókmennt-
um Evrópu — enda hefur ritið vakið slíka athygli, eigi aðeins meðal
fræðimanna, að jafnvel New York Times hafði nokkurs konar ritstjómar-
grein um það, þegar það kom út. Væri þó synd að segja, að höfundur
reyndi að skrifa alþýðlega til að ná eyrum fjöldans: ritið er fræðimann-
legt og fullt af neðanmálsgreinum, en vel samið.
Hinir rómantísku fræðimenn á öndverðri 19. öld, grónir í klassískum
fræðum, uppgötvuðu fornrit þjóðtungnanna, Chanson de geste, Béowulf,
Eddu, Nibelungenlied. Hundrað ómm síðar verða fræðimenn nýju mál-
anna að „uppgötva" miðaldalatinuna og bókmenntir hennar, þessar
heimsbókmenntir miðalda, sem voru jarðvegur sá, er bókmenntir nýju
málanna uxu upp úr. Þeir uppgötva, að þessar heimsbókmenntir mið-
aldanna, eða a. m. k. hins vestræna heims, eru ólíka mikilvægar fyrir
skilning á tungum og bókmenntum nýmálanna eins og rímurnar okkar
fyrir skilning á skáldskap 19. aldarinnar.
Við, sem lesið höfum nýju málin aðeins og týnt latínunni, erum ó
nokkuð svipuðu stigi staddir og könguló Jóhannesar Jörgensens, sem
klippt hafði þráðinn „að ofan“, svo að vefur hennar féll saman. Og
ekki er um það að villast, að það er jafnfávíslegt fyrir fræðimenn, er
stunda islenzk fræði forn (og ný næstum að segja), að kunna ekki lat-
inu og hafa ekki veður af bókmenntum miðaldalatínunnar eins og það
væri fyrir bókmenntafræðing í nútímabókmenntum íslenzkum að kunna
ekki dönsku eða önnur Norðurlandamál og hafa ekki kynnt sér bók-
menntir á þessum frændtungum.
En það er önnur hlið á þessu máli, sem við Islendingar megum ekki
missa sjónar á. Uppgötvun og rækt við nýju málin var einn þáttur og
hann sterkur í þeirri þjóðernishreyfingu, er fylgdi rómantíkinni, en þeirri
hreyfingu eigum við fslendingar að þakka sjálfstæði vort, slikt sem það
er. Hins vegar er lítill vafi á því, að áherzla á latnesku miðaldabók-
menntunum mun draga áhuga manna frá smátungum eins og íslenzku.
Og það er ekki víst nema að þetta dálæti við latínuna verði til þess að
gefa stórþjóðum nútímans byr í segl til eyðingar þjóðtungunum; Engil-
saxar kenna sig arftaka Rómverja, Rússar þykjast erfingjar hins austur-