Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 109
Skímir
Islandsverzlun Englendinga
99
mönnum, hvort þeir vildu ekki taka þátt í útgerðinni. Ekk-
ert virðist hafa orðið úr þessari ráðagerð að sinni, þar eð
Þjóðverjar voru hér nær alls ráðandi. Konungur sá því, að
fyrst yrði að hnekkja með nokkrum hætti verzlun þeirra
hér úti. Hann bannaði því erlendum kaupmönnum enn á
ný vetursetu hér og gerði Otta Stígsson að höfuðsmanni
landsins, en Otti hafði getið sér allmikinn orðstír sem dug-
andi sjóvíkingur. Hann gerði upptækar eignir allra erlendra
manna hér á landi, þær sem þeir skildu eftir um haustið,
nema í Vestmannaeyjum.45 Eyjamar höfðu nokkra sérstöðu
á þessum tíma, og er þeirra stundum getið sem sérstaks rík-
ishluta. 1 ensku skjali frá áramótum 1565—66 er gerð grein
fyrir kvörtunum Islandskaupmanna. Þar segir, að enskir kaup-
menn hafi lengur en menn muna siglt til fslands til þess að
kaupa skreið og grænan fisk, slíkan sem þorsk og ýsu, án
sérstakra leyfa til þeirra hluta, en goldið tolla. Hvert kaup-
skip, sem kom til fslands, hafði greitt 5 enskar merkur, en
hvert það skip, sem enga verzlun rak, greiddi einn enskan
nóbíl og tunnu af salti eða bjór. Gegn þessu gjaldi máttu
Englendingar sigla til þeirrar hafnar, sem þeim þóknaðist.
Síðastliðin 20 ár hefur þeim verið vamað allra hafna og
hvorki þolað að leggja að landi né stunda fiskveiðar nema í
Vestmannaeyjum. En síðustu tvö eða þrjú árin hefur þeim
ekki heldur verið þolað að koma til Vestmannaeyja, en fyrir
því hanni stóð Símon Surbeck og umboðsmenn hans. Símon
þessi Surbeck varð síðar borgarstjóri í Kaupmannahöfn, en
frama sinn fékk hann af hlutdeild sinni í íslandsverzlun-
inni. Af skjali þessu sést, að Englendingar eiga þá hús í
Vestmannaeyjum. Leyfði Símon Skotum að hertaka það
ásamt tveimur enskrnn skipum árið 1558, en síðan keypti
Símon eignimar af þeim.46
Eignirnar, sem Otti Stígsson tók af hinum erlendu kaup-
mönnum hér, reyndust að sögn vera 45 bátar, sem Þjóð-
verjar áttu á Suðumesjum, en ekki er þess getið, að Otti hafi
tekið upp neina báta fyrir Englendingum eða konungur hafi
eignazt nokkra báta í Vestmannaeyjum í þessari hrotu. Völd
Þjóðverja hér áratuginn fyrir 1543 hafa án efa bundið endi