Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 116
106
Bjöm Þorsteinsson
Skímir
hefur sú sigling lagzt niður. Fyrst verður vart verzlunar-
skipa á leið til fslands frá King’s Lynn um 1456, síðan eru
jafnan allmörg kaupskip í förum milli King’s Lynn og fs-
lands fram yfir irdðja 16. öld. Flest eru þau 13 um 1530.69
Frá Bristol sigla tvö skip til íslands þegar árið 1437, og
virðist sú kaupsigling haldast óslitið, þangað til um 1493.70
Þá leggst hún niður. Lundúnakaupmenn senda einnig nokk-
ur kaupskip til íslands að minnsta kosti á fyrra hluta 16.
aldar, en þeir gera þau oft út frá Ipswich eða Bristol.
í farmskrám eða tollaskýrslum er geysimikinn fróðleik
að finna um útflutning og innflutning til landsins. Mest
virðist verzlunin hafa verið um 1520, og er þá flutt út skreið
fyrir rnn £1300.71 Englendingar hafa þó sennilega verzlað
hér meir á 15. öld, en fáar skýrslur hafa varðveitzt frá því
tímabili. Kaupskipin eru miklu stærri á 15. öld, eins og áður
segir. T. a. m. flytja tvö skip frá Húll £642 virði af skreið
til Englands árið 1469, og skipin frá Bristol eru oftast með
nokkur hundruð punda virði af sjávarafurðum innan borðs.
Þrjú til fjögur skip frá Húll og Bristol flytja þess vegna
um £1000 virði af skreið fram til 1494, en þá leggst sigling
hinna stærri skipa niður að miklu leyti. Til samanburðar
má geta þess, að 14 skip frá Ipswich flytja £670 virði af
skreið árið 1517, og 10 skip frá King’s Lynn flytja £575
virði 1524.
Langmest var flutt héðan af skreið eða harðfiski, þó eru
skipin frá Bristol með síld, silung og saltfisk, og algengt er,
að skipin flytji nokkra stranga af vaðmáli. Nokkrum sinn-
um er minnzt á geirfálka og hval. f Húll gengur sú þjóð-
saga, að skipin, sem þaðan sigldu til fslands, hafi haft hrá-
jám sem seglfestu, en hér hafi þau tekið fjöruhnullunga,
og sé the Hedon Market Place í Húll lagt íslenzku fjöru-
grjóti. Náttúrufræðingar hafa staðfest, að grjótið í torgi þessu
sé ekki enskt, en gæti verið íslenzkt. Sir Joseph Banks segir
einnig frá því, að í gamla daga hafi öll stræti Húllborgar
verið lögð grjóti frá íslandi.72 Vafasamt mun þó að telja fjöru-
grjót með algengustu útflutningsvörum okkar á 15. öld.
Ensku skipin flytja hingað geysifjölskrúðugan vaming.