Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 124
114
Haraldur Matthíasson
Skírnir
ur, Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur. Nú eru
hrepparnir tveimur fleiri. Ytri hluti hins foma Stokkseyr-
arhrepps heitir nú Eyrarbakkahreppur, og fyrir nokkrum
ámm varð til Selfosshreppur. Er hann við ölfusá, á mörkum
Sandvíkurhrepps og Hraungerðishrepps. Venja er að kalla
Gnúpverjahrepp og Hmnamannahrepp Hreppa, en Eystri-
hrepp og Ytrihrepp hvom um sig. Skeiðahreppur er kallaður
Skeið, og hreppamir þar fyrir neðan heita Flói einu nafni.
ÁTTAMIÐANIR.
Við lestur Landnámu taka menn fljótt eftir, að sjaldan
em nefndar áttir í lýsingum landnáma, heldur em önnur
orð notuð í þeirra stað. Er nauðsynlegt við alla athugun
á legu landnámanna að skilja sem bezt þessar áttamiðanir.
Verður hér vikið stuttlega að því efni og þá eingöngu rætt
um áttamiðanir sunnan lands.
Fyrst verður að gera sér ljóst, hvemig héraðið liggur. Stór-
ámar Þjórsá og Hvítá renna ekki frá norðri til suðurs, held-
ur frá norðaustri til suðvesturs. Flestar aðrar ár hafa sömu
stefnu nema hinar smærri þverár. Undantekning er Sogið
og að nokkm leyti Brúará. Flestir fjallgarðar og hæðaranar
liggja einnig frá landnorðri til útsuðurs. Þetta hefur áhrif á
áttamiðanir í Ámessýslu. Mönnum finnst ósjálfrátt, að árn-
ar renni frá norðri til suðurs og austur og vestur sé þá þvert
á stefnu þeirra. f samræmi við þetta eru áttamiðanir manna.
Er ekki miðað við áttir, heldur stefnu vatna og lögun fjalla.
f stað áttanafnanna em notuð orðin upp, fram, út, austur.
Upp þýðir þá norðaustur eða því sem næst, fram þýðir suð-
vestur, út þýðir norðvestur, og austur þýðir suðaustur. Þessi
orð em þó einkum notuð, þá er talað er um nálæga staði,
og alls ekki, sé rætt um önnur hémð eða óbyggðir. Þannig
er sagt út í Þingvallasveit, en vestur í BorgarfjörS, upp á
sveitarenda, en inn á afrétt. Austur er hið eina af áttanöfn-
unum, sem notað er í daglegu tali í slíkum samböndum, og
er það haft hæði um nálæga og fjarlæga staði.
Nú skal líta á nokkur dæmi í Landnámu og sjá, hvernig
áttir em miðaðar þar.