Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 136
126
Haraldur Matthíasson
Skímir
an nefndir. Þegar talað er um bæi á þessu svæði, er venju-
lega sagt, að þeir séu í Flóa, en etki miðað við hreppana.
9—10. HróSgeirr inn spaki ok Oddgeirr, bröSir hans, er
þeir Fi3r hinn ai&gi ok Hafnar-Ormr keyptu brutt ór land-
námi sínu, námu HraungerSingahrepp, ok bjó Oddgeirr í
Oddgeirshólum.
1 Landnámu, 138. bls., segir, að Hróðgeir hafi búið í Saur-
bæ (á Hvalfjarðarströnd), en Oddgeir að Leirá, en þeim
Finni auðga og Hafnar-Ormi, er námu þar land, hafi þótt
þar of þrönglent, svo að þeir hafi keypt þá bræður burt. Þar
segir einnig, að Hróðgeir hafi búið í Hraungerði.
Um takmörk þessa landnáms hefur áður verið rætt að
mestu leyti. Flvítá afmarkar þar á tvo vegu. Að suðaustan
er Villingaholtshreppur, landamerkin um Hróarsholtslæk, en
Sandvíkurhreppur að suðvestan. Að ofan hefur landnámið
legið að Skeiðum á litlu svæði. Þeir bræður hafa því num-
ið það land, er nú heitir Hraungerðishreppur. Hraungerði
er miðsveitis. Hefur sá bær áreiðanlega snemma orðið höfuð-
ból sveitarinnar, fyrst hún er við hann kennd.
Ekki verður séð, hvemig þeir bræður hafa skipt hreppn-
mn milli sín, en sennilega hafa þeir skipt þannig, að land
hvors lægi sem bezt við bústað hans. Þannig hefur Oddgeir
að líkindum fengið norður- og vesturhluta hreppsins, en Hróð-
geir suður- og austurhlutann. Algengt er í Landnámu, að
landamerki milli náinna frænda séu eigi nefnd. Er helzt svo
að sjá, að náskyldir landnámsmenn hafi oft eigi sett mörk
milli landa sinna.
Fram að þessu hefur ekki verið minnzt á, hvenær hver
landnámsmaður hafi komið til landsins né í hvaða röð. En
þar sem nú hefur verið minnzt á alla landnámsmenn í Flóa,
skal farið um það nokkrum orðum, en þar er satt bezt að
segja, að við fátt eitt er að styðjast, því að ekki er margt
vitað um þessa landnámsmenn, er hér geti orðið til leið-
beiningar. Hér skulu þó nefnd fáein atriði.
Talið er, að Ketill hængur hafi komið til Islands um
890.!) Egils saga segir, að Baugur, fóstbróðir hans, hafi far-
1) íslenzk fomrit, II. lii. bls.