Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 243
Skírnir
Ritfregnir
233
fyrir í einni línu, eins og t. a. m. er hann segir um Galdra-Loft Jóhanns
Sigurjónssonar, að Steinunn „kaster sig i fossen af fortvivlelse, og Loftur
foler ingen skyld‘“ (73). Það er hvergi gefið í skyn i leiknum, að Stein-
unn fleygi sér í foss, þótt hún drekki sér í á, og sektarleysismeðvitund
Lofts er ekki meiri en svo, að hann segir: „Þú heldur, að Steinunn hafi
ráðið sér sjálf hana? Nei, það var ég, sem drap hana! Mín ósk var í
storminum. Mín ósk var í iljunum á henni, þegar hún hljóp og þegar
henni varð fótaskortur á árbakkanum. Mín ósk var í straumnum, sem
tók hana. Ég hef selt sál mina.“
Nöfnum og tölum er ei fremur að treysta en endursögn efnis. Fyrsti
landnámsmaður Islands hét „Ingolfur Arnorsson" (111) og þjóðsagna-
safnarinn mikli „Jón Arason“ (223, þar sem segir einnig, að íslenzkar
þjóðsögur og ævintýri 1862—64 heri líka nafn Magnúsar Grimssonar,
en svo er alls ekki, og virðist höf. því ekki einu sinni hafa litið á titil-
blað þessa höfuðrits íslenzkra bókmennta). En Jón biskup Arason er
látinn vera tvævetur, er hann var hálshöggvinn (11), Þorsteinn Gísla-
son þó kominn á 9. ár, þegar hann sótti um að mega ganga undir
meistarapróf við Kaupmannahafnarháskóla (202). Fyrir Islendingum eru
þetta aðeins skemmtilegar prentvillur, sem krökkt er af í bókinni (og
mörgum reyndar leiðinlegum). En þetta er hins vegar lítilsverð vitn-
eskja fyrir ókunnuga útlendinga, sem bókin er ætluð.
Þá er ekki að sökum að spyrja, þegar höfundur færist í fang það,
sem erfiðara er en prófarkalesturinn, og tekur að skýra bókmenntasög-
una, draga þar linur og marka afstöðu skálda og bókmenntamanna hvorra
til annarra. En ekki skortir þar á miklar myndir. Tökum til dæmis eina
opnu, bls. 32—33, þar sem séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá og Magnúsi
Stephensen er teflt fram hvorum gegn öðrum sem algjörum andstæð-
um og andstæðingum, séra Jón er fulltrúi hins þjóðlega hugsunarhátt-
ar, Magnús hinnar óþjóðlegu upplýsingarstefnu, svo mikið djúp er stað-
fest milli þeirra. En nú er það alkunna, hvernig fór, eftir að Magnús
fluttist heim til Islands, fullur þjóðfræðsluáhuga að loknu námi, sama
árið og séra Jón hóf nýtt líf norður á Bægisá. Jón hreifst þá einmitt
af upplýsingarstefnunni, skipaði sér undir merki hennar og orti í anda
hennar — og líklega að undirlagi Magnúsar — þrjú kvæði gegn and-
stæðingum hennar, hatendum ljóssins, sem þeir Magnús kölluðu svo.
Hitt er annað mál, að með þeim Jóni og Magnúsi óvingaðist heiftarlega
um skeið, eftir að út kom aldamótasálmabókin (Leirgerður); en orsökin
var sú, að Magnús hafði þar af einræði sínu breytt sumum sálmum
Jóns sem annarra skálda, en ekki djúptæk andstæða í lífsskoðun eða
gagnstætt viðhorf til þjóðarerfða (nema ef höf. vill telja satan séríslenzkt
þjóðerfðafyrirbæri, en Jón deildi m. a. á útskúfun hans úr sálmabók
Magnúsar). Enn segir höfundur þarna um Magnús: „Han drev sine ad-
ministrative reformer frem med fast h&nd, men een kunne han aldrig
f& bugt med: Den fattige digterpræst Jón Þorláksson". Eini merkilegi