Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 195
Skimir
Dróttkvæði og rímur
185
gengið einungis í ætt Lofts ríka, og bendir Páll Eggert Óla-
son á tvær konur af þeirri ætt með því nafni snemma á
16. öld. önnur þeirra, Soffía Narfadóttir, var fyrri kona
Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Þemuvík, en hin dóttir
hans. Mættu Vilmundarrímur vera ortar fyrir aðrahvora
þeirra, en ekkert í rímunum hendir til þess, að Ormur sá,
sem þær orti, hafi verið í frændsemi við konuna, sem hann
kvað þær fyrir. Þar sem Vilmundarrímur em í AM 604, 4to,
geta þær tæplega verið yngri en frá fyrsta þriðjungi 16.
aldar.
Getið er tveggja rímnaskálda, sem munu hafa verið uppi
fyrir og um miðja 16. öld. Það er Sigurður blindur eða
Blindur fyrir austan, sem Jón Arason nefnir svo í vísunni,
þar sem hann telur höfuðskáld, eitt í hverjum landsfjórð-
ungi, og Rögnvaldur bhndi. Um ævi þessara skálda vitum
vér ekkert, en jafnan er talið, að þau hafi bæði verið í
bændastétt. Sigurður mun hafa verið eldri en Rögnvaldur,
og hefur varla lifað fram undir miðja öldina. Skáldfrægð
hans virðist hafa verið mikil, enda má nálega með vissu
telja hann höfund helgikvæðisins Rósu, en um rímur, sem
honum hafa eignaðar verið, er mikil óvissa, og áreiðanlega
hafa honum verið eignaðar fleiri rimur en hann hefur ort.
Eg hygg, að með mestum líkindum megi eigna honum Ektors-
rímur (3.—12. rímu) og Mábilarrímur. Sé nokkuð hæft í
þeirri sögn, að Jón Arason hafi byrjað á Ektorsrimum, ætti
hann að hafa ort tvær fyrstu rímumar, sem em eftir annan
mann en þær, sem á eftir fara. Margt er líkt með Mábilar-
rímum og Reinaldsrimum, sem Sigurði blind hafa einnig
verið eignaðar, en ekki skal því haldið fram, að höfundur
sé hinn sami.
Um Rögnvald blinda er vist, að hann hefur ort Skógar-
kristsrímur. Þar segir hann nafn sitt og kvartar um blindu,
og er þetta í fyrsta skipti sem rímnaskáld segir til nafns síns
án þess að binda það. Skógarkristsrímur munu vera ortar
eftir 1546. Rögnvaldi hafa einnig verið eignaðar Brönurímur
gömlu, og er ekki ástæða til að rengja það, en þær em i
AM 604, 4to og hljóta því að vera eldri en Skógarkrists-