Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 261
Skímir
Ritfregnir
251
þeirri, er hafði hennar kvöld,
hugarfæðu nærðist (bls. 39).
Verða hér tekin örfá dæmi alls konar braglýta og formgalla. Hortittir:
.... ekki er því a8 leyna (Létt þó hrosi æskan enn, ekki er því að leyna,
bls. 36), sexn er einkennis-orðalag allra leirskálda, ... en þetta á taliS
heyrZu (Hér skal nokkra nefna þá, nökkva er Dvalins keyrðu. Þér munu
efnin þykja smá, en þetta á talið heyrðu, bls. 40). Vísan öll er að sönnu
mesta hnoð, þótt út yfir taki í 4. braglínu, því að auk þess sem öll sú
braglína er eyðufylling, er orðaröð öll á afturlöppunum og atkvæði of-
aukið). Röng áherzla: hátt rímað móti áfátt (bls. 33, 25. v.). Hér á að
vera éherzla á fyrra atkvæðinu í afátt, á atkvæðinu á, en ‘fátt’ á að
vera áherzlulaust, ef borið fram eftir íslenzkum framburði. Stundum
rímar höf. orð saman — eða réttara sagt leitast við að gera það —, sem
alls ekki geta rímað, svo sem -leiki móti Craigie (bls. 86)! Allgott
dæmi alls konar formgalla og bögumæla er þessi vísa:
Hvernig svo sem um það er,
úti er brátt mín saga,
og það, sem í henni illa fer,
of seint nú að laga (bls. 36).
1 fyrstu braglínu er fyrri stuðullinn á um, áherzlulausu orði í setn-
ingu. 1 þriðju braglínu eru hvorki meira né minna en tvö aukaatkvæði
og fyrri stuðullinn á í, sem yfirleitt er áherzlulaust í setningu. Sem
dæmi um afturlappaorðaröð og hortitti er þessi visuhelmingur: Hvem
að bar við himin hæst húninn, naumast veit ég (bls. 39). Ef hann væri tek-
inn saman, yrði hann svo: Eg veit naumast, hvern húninn bar hæst við
himin, en orðið að er ómögulegt að fella inn í. Orðið er alger mein-
ingarleysa, sem skáldi notar til að ná lengd braglínunnar án tillits til
hugsunar. Þessa vísu neyðist eg til að birta í heilu lagi:
Klerkurinn svarti Sigurður
sjaldan fór úr landi,
en sannlega var þar sægarpur,
sem hann voðir þandi (bls. 95).
Ljótt er að nota s-ið í sem fyrir höfuðstaf, því að sem er í eðli sínu
áherzlulaust. Verra er þó, að sem á hér alls ekki við, er notað hér sem
tiðartenging.
Ekki er hún sérlega háreist, bagan sú ama um síra Matthías Joch-
umsson:
Það er eins og aldamót
í okkar sögu hann tákni
og sólarhæðum hærri mót
heldur en þekktum bákni (bls. 77).
Fyrir utan andleysið er röð orðanna í síðari helmingnmn öll skæld