Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 123
HARALDUR MATTHÍASSON:
LANDNÁM MILLI ÞJÓRSÁR OG HVÍTÁR
LEGA OG STAÐHÆTTIR.
Suðurlandsláglendið er mesta og víðlendasta undirlendi Is-
lands. Takmörk þess eru Eyjafjallajökull að austan, en Reykja-
nessfjallgarður að vestan. Strandlengjan er um 80 km., og er
ströndin flatneskja ein. En er fjær dregur sjónum, er sléttan
eigi eins óslitin, því að víða eru þar hæðir, bæði einstök fjöll
og einnig fjallgarðar og hæðadrög, er liggja frá hálendinu
um miðbik landsins. Er því mjög mislangt milli fjalls og
fjöru, lengst um miðbik Ámessýslu. Hólar, efsti bær í Bisk-
upstungum, eru um 70 km. frá sjó, sé miðað til suðurs, en
vestur á Hvalfjörð er nokkru styttra.
Margar stórár renna um Suðurlandsláglendið. Tvær eru
þeirra mestar. önnur er Þjórsá, lengsta og vatnsmesta á lands-
ins. Skilur hún Ámessýslu og Rangárvallasýslu. Er hún reið
á þremur stöðum í byggð, en naumast þó, nema hún sé
komlítil. Hin áin, Hvítá, sker byggð Árnessýslu sundur í
miðju. Hún er vatnsminni en Þjórsá, en þó verður eigi tal-
ið, að séu fleiri en þrjú vöð á henni í byggð. Hún nefnist
ölfusá frá þvi, er Sogið kemur í hana, og til árósa. Nöfnin
Hvítá og ölfusá em að sjálfsögðu notuð í þessari ritgerð, eft-
ir því sem við á. En þegar talað er um allt vatnsfallið, er
það nefnt Hvítá. Er það samkvæmt málvenju í Árnessýslu.
Byggðin milli Þjórsár og Hvítár er um 65 km. milli fjalls
og fjöm. Misbreitt er mjög milli ánna. Breiðast er um ofan-
verða Hreppa, um 20 km., en mjóst á Merkurhrauni, efst í
Villingaholts- og Hraungerðishreppi, um 4 km. Áður fyrr
vom átta hreppar á þessu svæði: Gaulverjabæjarhreppur,
Stokkseyrarhreppur, Sandvíkurhreppur (Kallnesingahrepp-
ur), Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur, Skeiðahrepp-
8