Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 130
120
Haraldur Matthíasson
Skímir
lönd til hinna, þótt þess sé ekki getið í Landnámu. Fyrri til-
gátan þykir mér þó líklegri.
önundur bjó í önundarholti. Bær Özurar hvíta, Kamp-
holt, er kenndur við Þorgrím kampa, son özurar. Um bú-
stað Þórarins Þorkelssonar vitum við ekkert. Landnáma nefn-
ir hann eigi. Þórarinn hefur verið mikils háttar maður. Má
ráða það af ættartölu hans, þótt stutt sé. Afi hans er kall-
aður Hörðakappi. Hann hefur því verið hraustmenni og
mikill fyrir sér. Þorkell úr Alviðru, faðir Þórarins, hlýtur
því að vera allt annar maður en Þorkell Alviðrukappi, sonur
Þórðar Víkingssonar. Þórarinn hefur þjórshöfuð á stafni, er
hann siglir til Islands, en slíkt skraut hefur verið fágætt á
hafskipum. Að vísu gera hin heiðnu lög ráð fyrir höfuðskip-
um, en sjaldan er þeirra þó getið. Þórarinn hefur verið ætt-
stór, fyrst slíkur höfðingi sem Loftur gamli gengur að eiga
dóttur hans. Ég tel líklegast, að Þórarinn hafi búið í Vill-
ingaholti. Sú jörð er höfuðból og hefur þó verið enn betri
áður, því að landið hefur gengið af sér vegna sandágangs
frá Þjórsá, svo að bærinn hefur verið fluttur af þeim sökum.
Augljóst virðist, að snemma hafi sveitarhöfðingjar búið í Vill-
ingaholti, því að við þann bæ er sveitin kennd, og þar verð-
ur þingstaður hreppsins og kirkja.
Að öllu athuguðu virðist mér líklegast, að landamerki milh
Þórarins Þorkelssonar og özurar hvíta hafi verið fyrir ofan
Egilsstaði og út í Hróarsholtslæk fyrir ofan Neistastaðaland, en
mörk milli Þórarins og önundar bílds fyrir framan Neista-
staðaland, utan Vælugerði og austan Kolsholt. Um þetta
verður þó ekkert fullyrt.
6. Hásteinn nam land milli RauSár ok ölfusár upp til
Fyllarlœkjar ok BreiSamýri alla upp at Holtum ok bjó á
Stjörnusteinum ok svá ölvir, sonr hans, eftir hann, þar heita
nú ölvisstaSir. ölvir hafSi landnám allt fyrir útan Grímsá,
Stokkseyri ok ÁsgautsstáSi. En Atli átti allt milli Grímsár
ok RauSár. Hann bjó í TraSarholti. ölvir andaSisk barnlauss.
Atli tók eptir hann lönd ok lausafé.
Hásteinn var stórættaður maður, einn af sonum Atla jarls
hins mjóva af Gaulum, félagi Ingólfs Arnarsonar og síðar