Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 145
Skírnir
Landnám milli Þjórsár og Hvítár
135
kemur, verði að láta sér nægja minna land en sá, er áður
er kominn. Mörkin milli landnáms Þrándar og landnáms
Öfeigs hafa því sennilega verið nálægt því, er Br. J. taldi
liklegast.1) Hefur Þrándur þá átt land upp að Kálfá, eins
og Landnáma segir. Síðan hafa mörkin verið sem næst þar,
sem nú eru mörkin milli Geldingaholts og Glóru annars veg-
ar, en Skammbeinsstaða og Skarðs hins vegar. Þar eru engin
kennileiti nema lækur einn lítill, Glórugil, kippkorn upp frá
Stóru-Laxá, eða upp á móts við bæ í Glóru. Ekki þarf að
vera neitt undarlegt, þótt sá lækur sé ekki nefndur, því að
líklegt er, að hann hafi ekkert nafn borið, er Landnáma var
rituð. Glóra er lítil jörð, upphaflega hjáleiga frá Háholti,
næsta bæ fyrir ofan, og hefur sennilega ekki verið þar bær,
þegar Landnáma var rituð, a. m. k. eru engar heimildir um
það. Og vel má vera, að lækurinn hafi þá fyrst fengið nafn,
er bærinn var reistur.
Ég get því eigi fallizt á þá skoðun E. A., að höfundur Land-
námu hljóti að hafa verið ókunnugur í Gnúpverjahreppi.
Hann virðist þvert á móti kunna öll deili á hverjum þeim
hlut, er vita þarf til að rita rétta landnámslýsingu um hrepp-
inn. Hann þekkir t. d. ömefnið Grettisgeil og veit með vissu,
hvar sá staður er. Þó er hann eigi áberandi og ekki við
alfaraleið.
Ófeigur grettir virðist eigi hafa valið hæjarstæði sitt vel.
Bærinn hefur staðið á mjóum rana, skammt fyrir vestan
bæinn i Steinsholti. Er mýrarsund lítið á milli. Vestan við
bæinn á Ófeigsstöðum er djúp gróf, og rennur lækur eftir
henni. Er líklegt, að lækurinn hafi brotið túnið og komizt
nærri hænum. Hefur hann þá lagzt niður, en bær verið
byggður í Steinsholti. Sennilega hafa Ófeigsstaðir verið komn-
ir í eyði, er Landnáma var rituð. Og með vissu er kirkja
í Steinsholti um 1200.2)
17—18. Bröndólfr ok Már Nadddöarsynir ok Jórunnar,
1) Árbók Fomleifafélagsins 1905, 31. bls.
2) Dipl. Isl., XII., 7. bls.