Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 62
54
Sven B. F. Jansson
Skímir
máli 14. aldar og að málið hafi auk þess verið slitið í
hinni löngu sjóferð og samverunni á landi. Þessi sama hug-
mynd kemur fram á fleiri en einum stað í ritgerð próf.
Thalbitzers um steininn. Hann skrifar: „Rúnaristarinn hefur
frekar verið liðtækur klerkur en hermaður . . . Hann hefur
verið í hópi þeirra rösku og fífldjörfu ævintýramanna, sem
í sex ár hafa verið á siglingu og göngu og eru horfnir langt
frá skólavenjum átthaganna. Þeir hafa vanizt hver annars
mállýzkum. Rúnaristarinn virðist ekki hafa hirt um smá-
smugulegar skólareglur um stafsetningu. Mál hans virðist
vera allt að ruglast (i oplosning). Ef til vill eru orðin sögð
homun fyrir, með þrótti og í flýti.“ t) (Það er sem maður
sjái hér, hvemig steinmylsnan flýgur um höfuð rúnaristar-
ans.)
Þetta er einkennilegur og algerlega rangur skilningur á
eðh málsins og sérstaklega ritmálsins. Það er ekki
vandalaust að rita talmál.
Ef Norðurlandabúi á 14. öld kunni rúnir samtímans og
var svo siðaður, að hann vildi skilja eftir sig ítarlega skráða
heimild, þegar jafnmikið var um að vera og hér á að hafa
verið, þá hefði heimildin átt að vera alveg mótuð af tíman-
um. Að rita talmál tímans á rúnasteini er alveg óhugs-
andi, og mig furðar á, að menn hafa ekki séð það.
Ritmálið, sem menn hafa lært, fer eftir fyrirmyndum, nú
jafnt og á 14. öld. Þetta hlýtur líka að hafa gilt um rúna-
ristarann í Kensington, — ef hann hefði verið starfandi 1362.
Ef hann kunni rúnir, kunni hann líka ritmál sinnar tíðar,
réttritun, orðaforða o. s. frv., því að hann hefur þó
væntanlega ekki verið neinn mállýzku-skrá-
setjandi fæddur 500 árum of snemma.
Allt öðru máh gegndi um mann, sem reyndi við lok 19.
aldar að búa til rúnaristu í 14. aldar stíl.
Ef gert er ráð fyrir, að ristan sé höggvin um 1890, verð-
ur allt, sem óeðlilegt má þykja í henni, eðlilegt.
Ef gætt er hins einkennilega staðar ristunnar, hins und-
1) Danske Studier, bls. 33.