Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 66
58
Magnús Már Lárusson
Skímir
þar eð þær studdust við óprentaða þýðingu, hana yrði að
prenta fyrst. Sama dag ritaði hann einnig Rahen stiftamt-
manni m. a. um sama mál, prentun þýðingarinnar.1)
Nú gæti sú spuming komið fram: Hver urðu afdrif þess-
arar þýðingar?
1 æfisagnaágripum Jóns Þorkelssonar segir í niðurlagi kafl-
ans um Jón biskup: „tJtlegging hins Nýja Testamentis á ís-
lenzku með útskýringum, og ætla menn, að guðspjöllin muni
vera týnd.“ 2) En í kaflanum um Stein biskup segir: „Sagt
er, að Nýjatestamentið sé betur útlagt en Gamlatestamentið,
og er það þakkað útleggingu Jóns biskups Yídalíns, er Steinn
biskup hafði til hliðsjónar, að svo miklu leyti sem hann gat
komizt að því, er eftir var af henni.“ 3)
I þessu felast þær upplýsingar, að annars vegar séu guð-
spjöllin týnd, hinsvegar sé uppistaðan í Nýja Testamenti
Steins-hiblíu að einhverju leyti frá Jóni biskupi runnin. Af
þessu má og ráða, að einhver hrot af þýðingunni hafi varð-
veitzt hér á landi.
Um eintakið, er sent var til Hafnar, segir Jón Þorkels-
son: „Hæc autem Versio magna sui parte intercidit, neque
enim præter Epistolas Paulinas hujus quidquam in Islandia
repertum iri existimo; integra autem, vel integrum hujus
Yersionis exemplar, incendio Hafniensi, una cum Biblio-
theca Magnæana in cineres redacta est.“ 4) Það hafi hrunn-
ið í Ámasafni í hmnanum mikla 1728, er mikill hluti Hafn-
ar lagðist í ösku. Hins vegar séu til á Islandi Páls pistlar
úr þýðingu Jóns biskups.
Vitnisburður Jóns Þorkelssonar í heild er þá þessi: eitt
eintak af þýðingu Jóns biskups hefur hmnnið. Steinn hisk-
up hefur notfært sér brot af þýðingunni við útgáfu Biblíu
sinnar. Páls pistlarnir úr þýðingunni hafa varðveitzt á Is-
landi.
Næsti vitnisburður er þeirra feðga, Finns og Hannesar
1) Sami, bls. 418.
2) Æfisaga Jóns Þorkelssonar, I., bls. 397.
3) Sami, bls. 414.
4) Arne Möller: Jón Vídalín og hans Postil, bls. 173.